California State University San Marcos

Námsmannahúsnæði í Kaliforníu

Námsmannahúsnæði í San Marcos

Langar þig að stunda nám við California State University San Marcos en veist ekki hvar þú getur hugsanlega búið? Ekki hafa áhyggjur! Hér finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleika þína ásamt því hvernig lífið er á háskólasvæðinu.

San Marcos er róleg og örugg borg en á sama tíma er örstutt að komast í ys og þys stórborga eins og San Diego og Los Angeles. 

Háskóalsvæði California State University San Marcos er staðsett San Marcos, lítið og öruggt úthverfi í suðurhltua Kaliforníu fylkis, um 50 km norðan við San Diego og 150 km suður frá Los Angeles. Háskólasvæðið er lítið, vinalegt umvafið hæðum sem bjóða upp á magnað útsýni. 

Á háskólasvæðinu finnur þú frábæra aðstöðu fyrir nemendur þar á meðal nútímalegt bókasafn, tölvuver, matsal, heilsugæslu og er stutt að komast í matvöruverslanir, veitingstaði, apótek og fleira.

Csusm Campus Panorama
CSU San Marcos háskólasvæðið

Námsmannaíbúðir í San Marcos

California State University San Marcos (CSUSM) býður upp á góða húsnæðismöguleika. Þú getur valið að búa á háskólagörðunum, leigt íbúð á hinum almenna leigumarkaði í San Marcos eða leigt herbergi hjá fjölskyldu, frábær kostur ef þig langar að kynnast menningunni. 

Háskólagarðar California State University San Marcos

CSU San Marcos hefur tvo háskólagarða: the University Village Apartments (UVA) og the QUAD. Báðir garðarnir hafa nútímalegar íbúðir hannað fyrir nemendur í California State University San Marcos. Í UVA er hægt að sækja um níu eða tólf mánaða leigu en QUAD býður aðeins upp á 12 mánaða leigu fyrir nemendur sem hefja nám á haustönn. Við mælum með því að þú sækir snemma um húsnæði þar sem þú fyllast vanalega mörgum mánuðum áður en önnin hefst.

Íbúðirnar á háskólagörðunum eru leigðar út með öllum húsgögnum. Nemendur geta þar deilt herbergi eða sótt um einkaherbergi (kostar meira). Báðir háskólagarðarnir eru í göngufæri frá háskólasvæðinu og bjóða upp á góða aðstöðu fyrir nemendur eins og sundlaug og líkamsræktarstöð. Ef þú ætlar þér að stunda fullt nám við CSU San Marcos þá mælum við með því að búa fyrsta árið á háskólagörðunum. Þannig verður auðveldara fyrir þig að kynnast samnemendum þínum og kynnast lífinu á háskólasvæðinu. 

Heimagisting hjá amerískri fjölskyldu

Að búa hjá amerískri fjölskyldu er ein besta leiðin til að kynnast menningunni. Margir nemendur velja heimagistingu á fyrstu önninni sinni í CSU San Marcos.

Leiga á hinum almenna leigumarkaði

Ef þig langar frekar að finna eigið húsnæði, ein(n) eða með öðrum nemendur þá hafa the San Marcos, Carlsbad, Escondido, Oceanside, og Vista hverfin sem eru nálægt CSUSM nokkra valmöguleika. Hér fyrir neðan finnur þú góðar leigusíður:

Apartment Guide 

Að auki veitir sérfræðingur okkar í námi erlendis þér fría ráðgjöf á nánari upplýsingar um möguleika þína. 

Taktu þátt í félagslífi skólans frá byrjun

Lífið á háskólasvæði CSUSM

Við CSUSM er um 14.000 nemendur en af þeim eru um 500 alþjóðlegir frá um 45 löndum. Íbúar svæðisins koma alls staðar að úr heiminum og átt þú því eftir að fá fjölda tækifæra til að kynnast fjölbreyttri menningu og margskonar matargerð.

Ein besta leiðin til að kynnast öðrum nemendum er að taka þátt í félagslífi skólans frá upphafi skólavistar þinnar. Í CSU San Marcos verður það líklega ekki erfitt en þar eru yfir 150 nemenda- og íþróttafélög. 

Lestu meira um námsmannalífið í CSUSM í San Marcos hér.

Samgöngur

Strætisvagnar og sporvagnar ganga á reglulegum tímum frá háskólasvæðinu og geta nemendur því ferðast auðveldlega á milli staða í Kaliforníu sem og í önnur lestakerfi í Bandaríkjunum.

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University San Marcos?
Hafðu samband!
Hafa samband