California State University San Marcos

Sæktu um nám við California University San Marcos

Umsókn í California State University San Marcos

Hefur þú áhuga á að sækja um nám við California State University San Marcos? Ekki hika lengur og hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem mun veita þér fría ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið.

Inntökuskilyrði

CSU San Marcos leitar að nemendum sem hafa ágæta meðaleinkunn úr bæði núverandi sem og fyrra námi. Að auki þurfa umsækjendur að hafa náð góðri einkunn á enskukunnáttuprófi eins og TOEFL eða IELST. Í sumum tilvikum fá nemendur undanþágu frá þessari reglu en þá er litið á einkunn frá framhaldsskóla en þær mega ekki vera eldri en 5 ára.

Athugaðu að það er mismunandi eftir námi og gráðu hvaða einkunn þú þarft að hafa náð. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar.

Hvenær ætti ég að sækja um nám við CSU San Marcos?

Þar sem CSU San Marcos tekur á móti umsóknum allt árið þá mælum við með því að þú sendir umsókn þína fljótlega eftir að þú hefur ákveðið að stunda þar nám.

Skólaárinu er skipt niður í tvær annir: haustönn sem hefst í ágúst og vorönn sem hefst í janúar. Hafðu samband við sérfræðing okkar varðandi nánari upplýsingar um umsóknarfrest hverju sinni.

Vilt þú nánari upplýsingar um California State University San Marcos?
Hafðu samband!
Hafa samband