Bandaríkin

Fjármögnun náms í Bandaríkjunum

Skólagjöld eru breytileg á milli háskóla í Bandaríkjunu,. Almennt eru ríkisreknir skólar og háskólar aðeins ódýrari en einkareknir skólar. Háskólarnir sem KILROY er í samstarfi við eru flestir lánshæfir hjá LÍN.

Leiga á húsnæði í Bandaríkjunum er afar misjöfn. Í stærstu borgunum er leigan miklu hærri en á almennum markaði. Ungt fólk og námsmenn fá stundum einhvern afslátt og oft er ódýrara að gista í skólahúsnæði (campus). Þú getur reiknað með að kostnaður fyrir leigu og framfærslu yfir námsárið verði ca 900.000 til 1.300.000 krónur.

Skólagjöld eru breytileg milli skóla. Almennt eru ríkisreknir skólar og háskólar aðeins ódýrari en einkareknir skólar. Háskólarnir sem KILROY á í samstarfi við eru rukka ca 750.000 krónur í skólagjöld á önn. 

Nánari upplýsingar um framfærslu í Bandaríkjunum og lán er að finna á vefsíðu Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).

Að vinna með námi í Bandaríkjunum

Samkvæmt bandarísku innflytjendalögunum er ekki leyfilegt að vinna samhliða námi fyrstu 9 námsmánuðina, ekki nema það sé á háskólasvæðinu. Eftir 9 mánuði má vinna í mest 20 tíma á mánuði, þó er fullt starf leyft í skólafríum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Bandaríkin?
Hafðu samband!
Hafa samband