Foothill DeAnza Colleges

De Anza háskólasvæðið
 

Foothill-De Anza College

Foothill-De Anza Community College (FHDA) er staðsettur í hjarta Silicon Valley, í hinni sólríku Kaliforníu. Hvernig líst þér á að stunda nám þar sem eru um 300 sólardagar á ári?

Foothill-De Anza skiptist niður í tvö háskólasvæði - Foothill College í Los Altos Hills og De Anza College í Cupertino. Í boði eru margar spennandi námsleiðir og er lögð mikil áhersla á að aðstoða nemendur við að ná markmiðum sínum, hvort sem það er að bæta ákveðna kunnáttu eða undirbúa sig fyrir áframhaldandi nám í bandarískum háskóla.

5 góðar ástæður fyrir því að þú ættir að stunda nám í Foothill-De Anza College

 • Staðsetningin - í hjarta Silicon Valley og nálægt San Francisco.
 • Hagstæð skólagjöld - sérstaklega ef miðað er við aðra skóla í Bandaríkjunum.
 • Aðeins um 20-25 nemendur í hverjum bekk og hágæða kennsla.
 • Erlendir nemendur fá aðstoð við að komast inn í samfélagið og aðlagast lífinu í Bandaríkjunum.
 • Þú getur fært þig yfir í annan Bandarískan háskóla og lokið bachelor gráðu þaðan - það er ef þú nærð lágmarks GPA einkunn.

Einstakt orðspor!

 • Skólinn er listaður nr. 1 og nr. 2 (meðal allra community collages í Kaliforníu) fyrir að hafa flesta nemendur sem færa sig yfir í háskóla.
 • Stofnaði Entrepreneur Center og Business Plan keppnina sem dæmd af viðskiptajöfrum í Silicon Valley.
 • Hefur 15 samninga við 8 háskóla í Kaliforníu varðandi færslu nemenda á milli skóla.

Hvað get ég lært í Foothill-De Anza Colleges?

Í Foothill og De Anza Community Colleges getur þú stundað nám í Animation, Biological, Health and Environmental Sciences, Broadcasting (kvikmyndir/sjónvarp), Business Administration (allar greinar), Child Development, Computer Information Systems, Graphic Design, Computer Graphics, Language Arts, Nursing, Health Technology (Medical Assisting) og Social Sciences and Humanities. 

Foothill De Anza Colleges - í hjarta Silicon Valley

Hvað kostar að stunda nám við Foothill-De Anza College?

Kostanðurinn við að stunda nám í Foothil eða De Anza fer eftir því hvaða nám þú stefnir á að stunda og þá námsgráðu sem þú vilt taka. Hafðu sambandi við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar þér að kostnaðarlausu. 

Staðreyndir um Foothill-De Anza Colleges

 • hefur yfir 64.000 nemendur
 • af þeim eru um 4.300 erlendir nemendur frá yfir 100 löndum
 • hefur eitt af fallegustu háskólasvæðum Bandaríkjanna - unnið fjölda verðlauna.

Foothill De Anza Colleges - eitt af flottustu háskólasvæðum Bandaríkjanna

Kynntu þér námið og námsmannalífið í Foothill-De Anza College:

Hvernig getur KILORY aðstoðað mig?

Þú færð fría ráðgjöf hjá KILROY, allt frá þinni fyrstu spurningu um námsmannalífið í Kaliforníu og þar til þú klárar námið. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér allar upplýsingar, aðstoðar þig við umsóknarferlið og gefur þér innsýn í heildarkostnaðinn. Ekki hika lengur og bókaðu fund með ráðgjafa okkar!

Vilt þú nánari upplýsingar um Foothill DeAnza Colleges?
Hafðu samband!
Hafa samband