Foothill DeAnza Colleges

Námsmannalífið

Foothill og De Anza háskólasvæðin eru staðsett í hjarta Silicon Valley - um 70 km fjarlægð frá San Francisco og um 10 km fjarlægð frá San Jose. Þá er einnig stutt niður á ströndina og í Yosemite þjóðgarðinn. Tilvalið að skella sér í road trip!

Stórborgarlífið!

Upplifðu stórborgarlífið í borgunum San Francisco og San Jose - kannaðu fræg kennileiti, upplifðu frábært næturlíf og verslaðu allt sem þú þarft. Ekki missa af því að skoða Golden Gate brúna, fara í skoðunarferð um Alcatras fangelsið og fylgjast með sæljónunum við Pier 39 í San Francisco.

Þá getur þú einnig í báðum borgunum farið á leiki í NFL, NHL, NBA og MLB og fylgst með liðum eins og San Francisco 49ers, San Jose Sharks, Golden State Warriors, and the San Francisco Giants keppa.

Náttúran hinum megin við hornið!

Svæðið býður upp á eitthvað fyrir alla! Njóttu þess að slaka á í sólbaði á ströndinni, farðu í göngum um San Francisco Bay og farðu í útilegu í Yosemite þjóðgarðinn. Tilvalið er að leigja bíl og fara í road trip þar sem þú getur ráðið hraðanum og því mikilvægasta - tónlistinni!

„Startups” í Silicon Valley 

Silivon Valley er þekkt fyrir mikla nýsköpun en á þessu svæði hafa mörg þekkt fyrirtæki verið stofnuð, þar má má meðal annars nefna Facebook, Google, Netflix, HP, Tesla, EA og Apple. Hver veit nema að þú eigir eftir að feta í þau fótspor og stofna þitt eigið og sigra heiminn!

Félagslífið í De Anza og Foothill

Mikil áhersla er lögð í báðum skólunum á að hvetja nemendur til að taka þátt í félagslífið skólans og nýta sér aðstöðuna á háskólasvæðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en nú eru yfir 60 klúbbar/félög starfræk í skólanum sem tengjast t.d. íþróttum, skólablaðinu, útvarpsstöðinni og fl.

Frábært félagslíf í Foothill og De Anza - KILROY

Námsmannaafslættir í Silicon Valley og San Francisco

Með ISIC kortinu færð þú aðgang að yfir 40.000 námsmannaafsláttum um allan heim og þar á meðal í San Francisco. Náðu í ISIC appið og njóttu allra fríðindanna í nágrenninu þínu. Nánari upplýsingar um ISIC kortið og afslættina í San Francisco.

Veðurfarið í Kaliforníu

Á þessu svæði er sólríkt veður allt árið um kring. Heitasti tíminn er vanalega í kringum enda sumars / byrjun hausts þegar hitinn fer í og yfir 30°C. Sjaldgæft er að sjá snjó og ís á þessu svæði yfir veturinn en það getur orðið kalt upp í fjöllunum.

Leigðu bíl í Kaliforníu

Nýttu tímann og skelltu þér í ævintýralegt road trip um Kaliforníu

Vilt þú nánari upplýsingar um Foothill DeAnza Colleges?
Hafðu samband!
Hafa samband