Foothill DeAnza Colleges

Húsnæði

Það getur oft verið erfitt að finna sér húsnæði sérstaklega þegar flutt er í nýtt land. Ekki örvænta því við munum aðstoða þig. Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um háskólasvæðin og þá húsnæðismöguleika sem standa þér til boða.

De Anza háskólasvæðið

De Anza háskólasvæðið er staðsett í Cupertino hverfinu. Svæðið hefur einstaklega arkitektúr sem ýtir undir rólegt og afslappað andrúmsloft. Byggingarstíllinn er blanda af spænskum og nútímalegum stíl en þar finnur þú rauðar þakflísar, súlur og gosbrunna.

Foothill De Anza í Silicon Valley

De Anza háskólasvæðið hefur frábæra staðsetningu og eru samgöngur þangað þægilegar - hvort sem þú kemur akandi eftir hraðbrautinni eða með almenningssamgöngum frá t.d. San Francisco, Berkley, Sacramento og öðrum spennandi áfangastöðum í Norðurhluta Kaliforníu. Þá tekur það þig ekki nema 20 mínútur að keyra frá De Anza til Stanford University, fimm tíma að keyra á frábær skíðasvæði á veturna og 30 mínútur að aka niður á strönd. Hér færð þú frábæra yfirsýn yfir De Anza háskólasvæðið.

Foothill háskólasvæðið

Lífið er aðeins rólegra á Foothill háskólasvæðinu. Svæðið var byggt árið 1961 og einkennist af grænum görðum og frábærum arkitektúr. Svæði er staðsett í Los Altos Hills hverfinu - nálægt Standford University. Svæðið hefur tvisvar fengið verðlaun frá The American Institue of Architects fyrir frábæra hönnun og hefur fengið þann titil að vera eitt það fallegasta háskólasvæði sem byggt hefur verið. Líkt og De Anza þá eru samgöngur til og frá svæðinu einfaldar! Hér færð þú frábæra yfirsýn yfir Foothill háskólasvæðið.

Foothill háskólasvæðið - KILROY

Húsnæði?

Eins og flestir community colleges, þá hafa hvorki Foothill né De Anza stúdentaíbúðir á háskólasvæðinu. Alþjóðaskrifstofa skólans hefur hins vegar frábærar upplýsingar og getur leiðbeint þér varðandi húsnæði á svæðinu. Flestir erlendir nemendur í Foothill og De Anza velja að búa í sér íbúð nálægt svæðinu eða leigja herbergi hjá amerískri fjölskyldu.

ISP Homestays!

Alþjóðaskrifstofa skólans vinnur með samtökum kallaðar International Student Placements, sem finnur heimagistingu hjá fjölskyldum í Bandaríkjunum fyrir erlenda nemendur. Innifalið í leigunni er oftast morgun- og kvöldverður ásamt því að þar færð þú einstakt tækifæri til að kynnast menningunni og bæta núverandi enskukunnáttu. Ef þú vilt frekar búa ein/n eða deila íbúð með öðrum nemendum þá getur þú einnig haft samband við ISP Homestays varðandi íbúðir.

Vilt þú nánari upplýsingar um Foothill DeAnza Colleges?
Hafðu samband!
Hafa samband