Bandaríkin

Gagnlegar upplýsingar um nám í Bandaríkjunum

KILROY getur svarað flestum spurningum fyrir þá sem stefna á að læra í Bandaríkjunum.

Þú þarft námsleyfi, þ.e.a.s vegabréfsáritun eða visa, til að geta stundað nám í Bandaríkjunum. Nauðsynlega pappíra færðu senda frá háskólanum og þú þarft að fara í viðtal hjá bandaríska sendiráðinu. Áritunin verður að vera samþykkt áður en þú leggur af stað. Námsleyfið gildir almennt út allan námstímann og sem ferðaleyfi í 60 daga eftir að námi lýkur. Frekari upplýsingar færðu hjá KILROY.

Heilsa

Íslendingar þurfa ekki að vera bólusettir áður en þeir ferðast til Bandaríkjanna, hinsvegar getur verið að skólarnir krefjast bólusetningar vegna lifrabólgu B. Almennt gilda þær reglur að þeir námsmenn sem dvelja erlendis við nám njóta sömu réttinda almannatrygginga eins og þeir væru á Íslandi. Frekari upplýsingar um tryggingar utan EES eru að finna á vefsíðu tryggingastofnunar. Vatnið er hreint og getur drukkist af krana.

Flug til Bandaríkjanna

Íslendingum gefst kostur á að fljúga beint til Bandaríkjanna. Icelandair býður flug til yfir 10 áfangastaða í Bandaríkjunum Delta og Wow air halda einnig uppi áætlunarflugi til Keflavíkur.  KILROY býður upp á sérstaklega hagstæða flugmiða sem veitir námsmönnum hámarks sveigjanleika.. 

Að ferðast innanlands í Bandaríkjunum

Bandaríkin býður uppá fullkomið samgöngunet, í það minnsta hvað varðar flug og bíl. Almenningssamgöngur, eins og rútur og lestar, er almennt talið ekki jafn skilvirkt eins og í Evrópu. Hver hefur ekki heyrt minnst á "Greyhound" rúturnar? Greyhound og aðrar express-rútur er ódýr ferðamáti en lestarferðir eru dýrari og keyra ekki jafn reglulega. Það er mikið úrval flugfélaga í Bandaríkjunum, bæði almenn flugfélög og lággjaldaflugfélög. Á vinsælum flugleiðum er mikil samkeppni og því hægt að fá ódýrari flugmiða. Það er ódýrt að keyra bíl og margir námsmenn velja þennan ferðamáta. 

Ökuskírteini
Þú þarft að hafa gilt alþjóðlegt ökuskírteini til að geta keyrt í Bandaríkjunum. Í flestum tilfellum er hægt að komast áfram á íslenska ökuskírteininu án vandræða. Hinsvegarer öruggara að fá sér alþjóðlegt ökuskírteini. Það er hægt að sækja um alþjóðlegt ökuskírteini hjá sýslumönnum, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í Reykjavík og hjá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Skírteinið gildir í eitt ár frá útgáfu. Best er samt að fá sér ökuskírteini frá því fylki sem þú stundar nám.

Húsnæði

Flestir háskólar bjóða uppá námsmannaíbúðir (dorms) þar sem námsmenn búa á háskólasvæðinu (campus). Matur er oft innifalinn í verðinu en ekki fyrir íbúðir með eldhúsi. Verð eru misjöfn og miðast við standard og geta verið tiltölulega há á nokkrum stöðum. Það getur oft borgað sig að leita sjálfur að íbúð með öðrum bekkjarfélögum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Bandaríkin?
Hafðu samband!
Hafa samband