Green River College

Study at Green River Community College

Study programs at Green River College

Við Green River College getur þú stundað skiptinám í eina eða tvær annir, lokið associate gráðu eða flutt fyrstu tvö árin og lokið bachelorgráðu frá öðrum háskóla. Þannig færð þú tækifæri til að útskrifast með bachelorgráður frá einum af topp háskólum Bandaríkjanna á lægri skólagjöldum.

Hvaða nám get ég stundað við Green River College?

 • Skiptinám:

  Sæktu um skiptinám við Green River College og upplifðu lífið í Bandaríkjunum. Þú velur þau fög sem henta þínum námi og færð tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu félagslífi skólans. Það er fjórar tegundir af skiptinámi og þú getur valið þá leið sem hentar þér best:

  1. Hefðbundið skiptinám – þriggja, sex eða níu mánaða skiptinám við Green River College.

  2. Frá Green River til Kaliforníu - hér stundar þú nám fyrstu þrjá mánuðina við Green River og flytur þig svo yfir til Santa Barbara College í Kaliforníu á vorönninni.

  3. Frá Green River til Ástralíu eða Nýja Sjálands - hér stundar þú nám fyrstu þrjá mánuðina við Green River og ferð svo ásamt fleirum skiptinemum frá Banaríkjunum í 10 vikur til Ástralíu eða Nýja Sjálands en þar á eftir ferð þú svo aftur í Green River í þrjá mánuði.

  4. Green River til Hawaii - hér stundar þú nám fyrstu þrjá mánuðina við Green River og flytur þig svo yfir í College á Hawaii á vorönninni.

 • Associate gráða:
  Associate gráða frá Green River College er tveggja ára nám á grunnstigi. 
 • University Transfer prógramm:

  Green River College er leiðandi þegar kemur að því að flytja nemendur yfir í aðra skóla. Sem dæmi þá hafa fyrrum nemendur skólans fengið inngöngu í topp háskóla eins og UC Berkeley, UCLA, Brown, Cornell, Columbia, Johns Hopkins, Indiana University, Purdue, University of Michigan, University of Texas-Austin og University of Washington. 

Hvernig er skólaárið?

Skólaárinu er skipt niður í fjórar annir þar sem er hver er þrjá mánuði (sumarönnin er valfrjáls).

Námgreinar í Green River College

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði í Green River College

Átt þú í vandræðum með að finna draumanámið þitt? Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem aðstoðar þig við að finna það nám sem þig dreymir um ásamt því að aðstoða þig við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Vilt þú nánari upplýsingar um Green River College?
Hafðu samband!
Hafa samband