Hawaii Pacific University

Námsmannalífið á Hawaii

Hawaii - segir það ekki allt sem segja þarf? Suðrænn hiti og nokkrar af flottustu ströndum heims. Hér getur þú virkilega notið frítíma þíns á milli námsverkefna. Honolulu býður upp á skemmtilegt andrúmsloft þar sem fólk hefur gaman af lífinu og ekki skemmir fyrir að veðrið er mjög gott allt árið um kring.

Lífið á Hawaii

Aloha! Hawaii er frábær staður til að stunda nám, sérstaklega fyrir nemendur frá norðurhluta Evrópu sem vilja flýja kuldann og myrkrið. Veðurfarið á Hawaii er fullkomið, með meðalhita um 28°C allt árið um kring. 

Hawaii Pacific University háskólasvæðið í Honolulu - KILROY

Hawaii Pacific Univeristy er staðsettur á eyjunni Oahu sem er þekkt fyrir fullkomna blöndu af strandar- og borgarlífi. Þar finnur þú nokkrar af fallegustu ströndum heims sem bjóða upp á fullkomna aðstöðu fyrir surf, snorkl eða einfaldlega slökun í sólinni. 

Fólkið: Eyjan Oahu hefur um eina milljón íbúa en þar af búa um 400.000 í Honolulu. Hawaii er suðupottur ólíkra menningarheima en einstaklingar alls staðar að úr heiminum búa á eyjunni sem hefur myndað alþjóðlegt, hlýlegt og litríkt andrúmsloft. Íbúar eyjunnar eru almennt mjög vingjarnlegir og þekktir fyrir frábærar móttökur. Þá eru þeir einnig einkar hjálpsamir og opnir fyrir því að kynnast nýju fólki. 

Lífsstíllinn: Andrúmsloftið á Hawaii er afar afslappað en þar átt þú eftir að sjá bæði námsmenn og kaupsýslumenn ganga um í Hawaii skyrtum. Um helgar er vinsælt að fara niður á strönd eða í skemmtigarð og grilla með fjölskyldu og/eða vinum. Þá átt þú einnig eftir að fá fjölda tækifæra til að upplifa sögu- og/eða menningarlega hátíðir þar sem eyjarbúar koma saman og skemmta sér.

Námsmannalífið í Hawaii Pacific Univeristy

Hawaii Pacific University hefur tvö háskólasvæði. Aðalsvæðið er í hjarta Honolulu, þar sem viðskiptafræði- og félagsvísindadeildin eru staðsettar. Hitt svæðið er kallað Loa og er það staðsett í um 8 mílum eða 15 mín akstri frá borginni. Það svæði hýsir náttúruvísinda- og heilbrigðisvísindadeildina.

Háskólinn hefur fjölbreytt úrval af íþróttafélögum en þar á meðal er hafnarbolti, körfubolti, fótbolti, tennis og golf. Að auki finnur þú þar frábæra líkamsræktarstöð. Og já það er ekkert námsmannalíf án skemmtunar. Hvernig hljómar Halloween Funfest, the Club Carnival eða hin árlega hæfileikakeppni Da Freak? Það er eitthvað fyrir alla!

Æfðu surftæknina á meðan þú stundar nám á Hawaii - KILROY

Þér á ekki eftir að leiðast! 

Eftir langan dag af fyrirlestrum og lærdómi færð þú fjölda tækifæra til að upplifa menninguna, matinn, skemmtanalífið og náttúruna á Hawaii. Á Oahu finnur þú yfir 100 strendur en ef þeim er Waikiki ströndin líklega ein sú þekktasta og sannkallaður draumur sólardýrkandans. Að auki er svæðið í kringum Waikiki þekkt fyrir frábæra veitingastaði, næturlíf og verslanir. 

Á norðurhluta Oahu eru strendurnar þekktar fyrir frábær surf skilyrði og því tilvaldar fyrir þá sem vilja bæta surf kunnáttu sína. Ef þú ert hins vegar meira fyrir að snorkla og kanna neðansjávarlífið þá verður þú að heimsækja Turtle Bay!

Fyrir utan fjöldann af frábærum ströndum þá hefur Hawaii ótrúlega sögu. Ekki sleppa því að heimsækja söfnin og kynnast menningu innfæddra. Þá getur þú einnig heimsótt ananas og/eða kaffi akra. Vissir þú að Hawaii er eina fylkið í Bandaríkjunum sem ræktar kaffi?

7 hlutir sem þú getur gert frítt

  1. Farðu í göngu upp Diamond Head eldfjallið. Það er staðsett rétt fyrir utan Waikiki. Gangan er stutt en brött og þegar þú kemst á toppinn átt þú eftir að upplifa eitt magnaðasta útsýni sem þú hefur séð.
  2. Njóttu þess að fylgjast með sólsetrinu á einni ströndinni.
  3. Fylgstu með reyndum surfurum keppast um að ná bestu öldunni í einnni af hinum frægu surf keppnum sem haldnar eru á norður strönd Oahu. Sumar þeirra hafa ekki ákveðnar dagsetningar og eru aðeins haldnar um leið og öldurnar ná 40 feta hæð.
  4. Kynntu þér sögu Pearl Harbour í Pearl Harbour Visitor Center, aðgangur er frír. Gott er að mæta snemma til að vera á undan ferðamannstrauminum. Safnið opnar klukkan 07.00, þér finnst það kannski svolítið snemmt en algjörlega þess virði.
  5. Sestu niður og njóttu umhverfisins í Kapiolani garðinum. Hann er einnig fullkominn staður til að lesa skólabækurnar á sama tíma og þú nælir þér í D-vítamín skammt dagsins.
  6. Röltu um Kínahverfið í Honolulu. Hádegis- og/eða kvöldmaturinn er kannski ekki frír en það vera allir borða og af hverju ekki að velja frábæran kínverskan mat!
  7. Heimsæktu næturmarkaðinn í Honolulu. Á hverjum þriðja laugardegi í mánuði lifnar Kakaako hverfið við með lifandi tónlist, listaviðburðum, verslunum og matarbásum. 

Upplifðu strandarlífið á Hawaii á sama tíma og þú stundar nám - KILROY

Veðurfarið á Hawaii

Loftslagið á Hawaii er frábært allt árið um kring. Það er ekki mikill munum á milli árstíða og er meðalhitinn í kringum 28°C. Eini munurinn er að það rignir aðeins meira yfir vetrarmánuðina.

Leigðu bíl á Hawaii

Nýttu tækifærið og kannaðu eyjuna um helgar. Við aðstoðum þig við að bóka bílaleigubíl á hagstæðu verði. Hér er ein frábær hugmynd að road trip ævintýri á Ohau eyjuna!

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Hafa samband