Hawaii Pacific University

Námsmannahúsnæði á Hawaii

Hawaii Pacific University hefur námsmannaíbúðir bæði á Winward Hawaii Loa háskólasvæðinu og Waikiki. Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæðismöguleika þína á Hawaii. Ekki hika við að hafa samband við sérfræðing okkar í námi erlendis ef þig vantar nánari upplýsingar.

Námsmannahúsnæði við Hawaii Pacific University

Háskólinn hefur tvo möguleika í boði fyrir námsmenn sem vilja búa í námsmannaíbúðum.

  • Loa háskólasvæðið hefur húsnæði í boði fyrir yngri nemendur í grunnámi. Svæðið er þó pínu úr leið frá stúdentalífinu en á móti hefur Loa háskólasvæðið frábæra aðstöðu fyrir nemendur en þar er meðal annars að finna körfubolta-, blak- og tennisvöll ásamt líkamsræktarstöð og námsmannamiðstöð.
  • Waterfront Lofts eru nýjar íbúðir, byggðar 2014, staðsettar í hjarta Honolulu. Nemendur geta valið á milli þess að búa í einstaklings, tveggja eða þriggja manna herbergi.

Algengast er að nemendur velji þann kost að finna sitt eigið húsnæði sem er fullkomið ef þig langar að búa ein/n. Við mælum þó með því að þú bíðir með að finna húsnæði þar til þú ert komin/n á svæðið og aldrei greiða leigu eða innborgun á leigu án þess að hafa séð íbúðina. Gefðu þér tíma til að finna íbúð áður en námið hefst. Vinsælast er að búa á Waikiki svæðinu. 

Loa háskólasvæðið - Hawaii Pacific University

Háskólasvæðin við Hawaii Pacific University

Háskólinn hefur tvö háskólavæði:

  • Downtown campus er staðsett í hjarta Honolulu, nálægt Kínahverfinu. Háskólasvæðið samanstendur af sex byggingum sem hýsa viðskiptafræði- og félagsvísindafræðideildina. 
  • Loa campus er í Kaneohe, um 8 mílum frá miðbæ Honolulu. Háskólasvæðið er einstaklega skemmtilegt með fallega græna garða og hýsir náttúruvísinda- og heilbrigðisvísindadeildina. 

Að auki starfar HPU með Oceanic Institute þar sem nemendur mæta á fyrirlestra, vinna að rannsóknum og fá tækifæri til að taka þátt í starfsnámi.

Samgöngur á Hawaii

Samgöngukerfið á Hawaii er afar vel skilvirkt og eru rútur sem keyra til allra horna eyjunnar. Ferðalagið á milli Honolulu og Waikiki (þar sem margir námsmenn búa) tekur um 15-20 mínútur. Nemendur fá frítt í rútuna á milli milli Honolulu Campus og Winward Campus en hún gengur á u.þ.b. 15 mínútna fresti.

Ef þú ert í ævintýrahugleiðingum og langar að kanna einhverjar af hinum eyjum Hawaii þá er líklega best að ferðast á mili þeirra með flugi. Það eru einungis tvær ferjur sem ganga á milli eyjanna eða á milli Maui og Lānaʻi og svo Maui og Molokaʻi.

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Hafa samband