Hawaii Pacific University

Að sækja um í Hawaii Pacific University

Hefur þú áhuga á að stunda nám við Hawaii Pacific University? Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig í gegnum umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu. Hægt er að sækja um allt árið um kring.

Námsstyrkir

Hawaii Pacific University hefur nokkra mismunandi styrki í boði fyrir alþjóðlega nemendur í grunnnámi. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið.

Inntökuskilyrði

Inntökuskilyrðin geta verið mismunandi eftir því hvaða námsleið þú sækir um en almennt er að óskað er eftir ágætri meðaleinkunn úr fyrra námi. Við mat á umsóknum er tekið tillit til allra einkunna úr þínu fyrra/núverandi námi, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Mundu því eftir að gera grein fyrir öllu því sem þú telur að geti orðið umsókn þinni til framdráttar.

Nokkrar námsleiðir í meistaranámi setja skilyrði fyrir því að nemendur taki annaðhvort GRE eða GMAT prófin. 

Enskukunnátta

Það er einnig verið mismunandi á milli námsleiða hversu góða enskukunnáttu þú þarft að hafa. Þú gætir þurft að taka ákveðin enskukunnáttu próf eins og TOEFL/IELST fyrir sumar deildir á meðan að í öðrum gæti einkunn þín úr framhaldsskóla verið næg.

Hvenær ætti ég að hefja umsóknarferlið?

Við mælum með að þú hefjir umsóknarferlið um leið og þú hefur ákveðið að stunda nám við HPU. Farið er yfir umsóknir allt árið um kring. 

Skiptinám: Nemendur sem sækja um skiptinámi geta byrjað að skrá sig í fög í byrjun apríl fyrir haustönnina og í nóvember fyrir vorönnina. Þar með er mikilvægt að hefja umsóknarferlið eins fljótt og mögulegt er til að ná að skrá sig í þau fög sem þig langar að taka.

Nemendur í grunnámi: Til þess að hafa sem mestu möguleika á að fá námsstyrk er best að sækja um námið með sem mestum fyrirvara og mögulegt er. Að auki færð þú meiri tíma til að skipuleggja flutninginn, sækja um visa, skrá þig í réttu fögin, finna húsnæði o.s.frv. Farið er yfir umsóknir allt árið um kring.

Nemendur í meistaranámi: Flestar námsleiðir hafa opnar umsóknir allt árið um kring, en athugaðu að sumar deildir hafa ákveðnar lokadagsetningar. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Hawaii Pacific University?
Hafðu samband!
Hafa samband