Hillsborough Community College

Skot yfir Davis Islands - Tampa
 

Study at Hillsborough Community College

Hillsborough Community College (HCC) er háskóli sem býður upp á tveggja ára nám eða "associates degrees". Skólinn er með 5 háskólasvæði í Tampa, Flórída og nærliggjandi svæðum. Nemendur í HCC njóta sólarinnar yfir allt árið, flotta borgarstemmningu og sumum af bestu ströndum heims.

Nám fyrir þig?

HCC býður upp á breitt úrval af Associates gráðum (AA eða AS). Eftir tvö ár geta nemendur fært sig yfir í aðra menntastofnun sem þriðja árs nemandi og klárað þannig bachelor gráðu. Að auki þá hafa þeir nemenedur HCC sem hafa farið í gegnum HCC Honors Institute komist inn í bestu skóla Bandaríkjanna í framhaldinu.

Vinsælustu fög HCC á meðal erlendra nemenda

 • Viðskiptafræði
 • Tölvunarfræði
 • Verkfræði
 • Ferðamálafræði

Afhverju að læra hjá HCC?

 • Frábær staðsetning í miðri Flórída við Mexíkóflóa þar sem sólin skín allan ársins hring
 • Mögulegt að færa sig yfir í háskóla með bachelor gráðu og byrja á þriðja ári
 • Hægt að sækja um þótt þú sért ekki með stúdentspróf
 • Lág skólagjöld - HCC er með ein lægstu skólagjöld í Flórída
 • Háskólaheimavist sem er algjör lúxus
 • Alþjóðlegir nemendur frá yfir 130 löndum
 • Frábær þjónusta fyrir alþjóðlega nemendur
 • Litlar kennslustofur þar sem þú færð persónulega kennslu
 • Fjölbreytt háskólasvæði og námsumhverfi

Orðspor

 • HCC er viðurkenndur hjá Southern Association of Colleges and Schools (SACS)
 • HCC er með flesta innritanir af öllum skólum í Tampa flóanum
 • Er í fimmta sæti yfir veittar Associates gráður í Bandaríkjunum
 • Meirihluti þeirra sem útskrifast með AA gráðu færa sig svo yfir í skóla með bachelor gráður

Staðreyndir

 • Fjöldi nemenda: yfir 47.000 nemendur
 • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: u.þ.b 250 alþjóðlegir nemendur
 • Kennslualmanak: Ágúst, Janúar og Maí

Gráður og skólagjöld

 • Associate gráður: $9.111 per kennsluár (2 annir)
 • Samkvæmt bandarískum lögum varðandi vegabréfsáritanir þá þurfa F-1 alþjóðlegir nemendur að geta sýnt fram á að þeir geta framfleitt sér og greitt skólagjöldin. Þessi upphæð hjá HCC er $19.794 per ár.
Vilt þú nánari upplýsingar um Hillsborough Community College?
Hafðu samband!
Hafa samband