Hillsborough Community College

View of Davis Islands - Tampa

Nám í Tampa

HCC er staðsett í stórborgarsvæðinu í Tampa, Flórída - u.þ.b klukkutíma frá Orlando við Mexíkóflóa. Tampa flóin er heimkynni allskonar sjávardýra, íþróttaiðkunar, menningarviðburða og verslunar tækifæra.

Svæðið státar af öfundsverðum lífsgæðum þar sem það er sólskin allan ársins hring. Hér er líka lifandi menningarlíf og blómleg fyrirtæki með góðum tækifærum.
Nemendur í HCC njóta margs konar útivist í kringum Tampa, þ.m.t tjaldstæði, gönguferðir, hestaferðir, hjólaferðir, veiði, köfun, siglingar, og kajak. 35 kílómetrar af hvítum ströndum og heitum sjó í Mexíkó flóa er bara allt í stuttri akstursfjarlægð. 
Svæðið er einnig með áhugaverða staði eins og skemmtigarðinn Busch Gardens, Florida Aquarium Lowry Park dýragarð, og MOSI (Museum of Science & Industry). 
Að auki þá finnur þú Walt Disney World, Universal Studios og SeaWorld í nágrenni við Orlando.

Veðurfar

Sólríkt, rakt og suðrænt loftslag er best lýsandi fyrir Tampa, Flórída. Veðrið í Tampa er mjög heitt frá miðjum maí til svona miðjan október þar sem hitinn er um 24-30 gráður. Á veturna er veðrið yfirleitt þurrt og milt. Á meðaltali eru næstum 250 sólardagar per ár í Tampa borginni.

Vilt þú nánari upplýsingar um Hillsborough Community College?
Hafðu samband!
Hafa samband