Hillsborough Community College

Kennslubygging á háskólasvæði Hillsborough Community College

Nemendalífið í Hillsborough Community College

Skólinn er með 5 háskólasvæði í Tampa, Flórída og nærliggjandi svæðum. HCC var stofnaður 1970 en Dale Mabry háskólasvæðið er það elsta og stærsta. Háskólasvæðið samanstendur af 7 byggingum sem er vel útbúnar af kennslu og rannsóknarstofum sem og fundarherbergjum. Dale Mabry hýsir nánast helming allra í skólanum.

Háskólasvæðið þrífur á öflugu samfélagi sem hefur það að markmiði að koma sínum nemendum langt í námi hvort sem það er í heilsufræðum, tölvunarfræði eða viðskiptafræði. Á Dale Mabry háskólasvæðinu finnur þú HCC tannlæknastofu, augnlækningar, tennishöll, íþróttalífið og húsnæði (Hawks Landing).

Húsneiðis

HCC býður upp á lúxus nemendaíbúðir. Heppilega staðsettar við HCC Dale Mabry háskólasvæðið, Hawks Landing er með íbúðir sem eru fullbúnar af húsgögnum með 1, 2 og 4 herbergjum. Einnig er boðið upp á háhraða internet, flotta sundlaug, fullkomið tölvuver og tækjasal.

  • Göngufæri við skólann
  • Rúmgóð svefnherbergi með ókeypis interneti og sjónvarpsdagskrá (cable)
  • Þitt eigið baðherbergi
  • Sameiginlegt eldhús og fullbúin stofa
  • Þvottavél og þurrkari
  • Sundlaug og strandblaksvöllur
  • Frábær lyftingasalur
  • Tölvuver með prentara og lærdómsaðstoðu
  • Tölvuleikjaherbergi og félagslíf

Nemendaþjónusta- og líf

Að taka þátt í hinu og þessu sem háskólasvæðið býður upp á er frábær leið til að fá sem mest úr háskólareynslunni. Þú getur orðið meðlimur í hinum og þessum klúbbum sem og tekið þátt í íþróttum.

Það er einnig spes skrifstofa sem sér um að öllum líði vel innan sem utan skólans og veita þau stoðþjónustu og úrræði til að hjálpa nemendum með hin ýmsu málefni.

Vilt þú nánari upplýsingar um Hillsborough Community College?
Hafðu samband!
Hafa samband