Bandaríkin

american campus

Að stunda nám í Bandaríkjunum

Nám í Bandaríkjunum skiptist í undergraduate (grunnnám) og graduate (framhaldsnám).

Grunnnámið leiðir almennt til bachelorgráðu. Það tekur yfirleitt 4 ár að klára bachelornám og fyrsta árið kallast "freshman year". Í framhaldsnámi getur þú tekið meistaragráðu sem tekur 1-2 ár og svo doktors nám (PhD) sem er tveggja ára nám að lokinni meistaragráðu. Það er einnig hægt að fara beint í doktorsnám eftir bachelor nám og þá verður meistaranámið hluti af doktorsnáminu.

Í sumum tilfellum þarftu að búa yfir sérstakri gráðu til þess að komast inn í sérnám, t.d. pre-med, pre-vet eða pre-law bachelorgráðu.

Skólaárið í Bandaríkjunum

Skólaárið skiptist í tvær annir(15 - 16 vikur hver önn) eða þrjár annir ( 10 - 11 vikur hver önn), en þetta er misjafnt á milli háskóla. 

Tungumálakunnátta

Þú þarft að vera með góða enskukunnáttu til að geta stundað nám við bandarískan háskóla. Viðurkenndasta enskuprófið er:TOEFL (Test of English as a Foreign Language). Á heimasíðu TOEFL bókar þú þig í enskuprófið.

Verknám í Bandaríkjunum

Verknám er algengt í Bandaríkjunum og telst það yfirleitt sem eitt fag sem tekið er samhliða námi.

Kynntu þér námsframboðið í þeim háskólum í USA sem KILROY starfar með:

Vilt þú nánari upplýsingar um Bandaríkin?
Hafðu samband!
Hafa samband