New York Film Academy

Námsmannalífið í New York eða Los Angeles

NYFA er með háskólasvæði bæði í New York og Los Angeles - í tveimur þekktustu borgum Bandaríkjanna! Í báðum borgunum er námsmalífið frábært og leynast þar mörg ótrúleg tækifæri. Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um það besta sem hvor borg hefur upp á að bjóða.

Námsmannalífið í New York

Námsmannalífið í New York

New York stærsta borg Bandaríkjanna, með um 8.5 milljónir íbúa. Hún er ein fjölþjóðlegasta borg heims en það er áætlað að það séu yfir 800 tungumál töluð meðal íbúa borgarinnar.

New York er þekkt sem borgin sem aldrei sefur "The City That Never Sleeps". Þar getur þú verslað allan sólarhringin eða farið á klúbb kl 10:00 um morguninn! Borgin samanstendur af mörgum frábæru hverfum sem öll hafa sín sérkenni. Hvort sem þú laðist að lífinu á Manhattan eða stemningunni í Brooklyn þá finnur þú klárlega eitthvað við þitt hæfi í New York!

Hvað á ég að gera í New York?

Þú munt alltaf hafa eitthvað nýtt til að sjá og gera í New York! Gakktu um mismuanndi hverfi borgarinnar í leit að hinum fullkomna diner, bestu kleinuhringjunum eða réttu "newyorker" upplifuninni. Ekki gleyna því að fara á sýningu bæði á og off Broadway, hafnarbolta- og körfuboltaleik, sögu- og listasöfnin og heimsækja eina af litlu bruggverksmiðjum borgarinnar.

Þér á ekki eftir að leiðast í New York

New York er einnig þekkt fyrir alla garðana sína þar sem heimamenn safnast iðulega saman til að slaka á, hlaupa eða setjast niður með nestið sitt - hvort sem það er í hádegishléinu í vinnunni eða um helgar. Það er alltaf eitthvað að gerast einhversstaðar. Þú þekkir væntanlega garðinn Central Park en við mælum einnig með því að þú heimsækir nokkra aðra skemmtilega garða en þeir eru:

  • Brooklyn Bridge Park í Brooklyn Heights
  • The High Line Park í Manhattan's Chelsea District
  • Flushing Meadows–Corona Park á Long Island

Njóttu þess að slaka þar á og fylgjast með mannlífinu í New York!

Námsmannaafslættir í New York!

Með ISIC kortinu getur þú nýtt þér allskonar afslættir og fríðindi sem eru í boði í New York. Sparaðu peninga í skoðunarferðinni, leikhúsinu, á safninu, veitingastaðnum og af fullt af öðrum hlutum. Náðu í ISIC fríðinda appið og byrjaðu að spara! Pantaðu ISIC kortið hér!

Loftslagið í New York

Í New York er veturinn langur og kaldur og sumarið langt og rakt. Staðsetning borgarinnar við ströndina gerir það þó að verkum að hitinn er aðeins hærri en í borgum sem er lengar inn í landi. Á sumrin getur borgin orðið mjög heit sérstaklega vegna rakans. Besti tíminn er á vorin og haustin en þá er hitastigið á milli 15 - 25°C.

Hvernig er best að ferðast til New York?

Sérfræðingur okkar í námi erlendis getur aðstoðað þig við að finna hagstæðasta ferðamátann bæði til og frá New York. Langar þig einnig að ferðast um Bandaríkin fyrir eða eftir námið? Hafðu sambandi við ráðgjafa sem aðstoðar þig! 

---------

Námsmannalífið í Los Angeles

Los Angeles er önnur stærsta borg Bandaríkjanna, með um 4 milljónir íbúa. Hún er heimili þeirra ríku og frægu! Los Angeles er einnig þekkt fyrir frábærar strendur, surfstaði, stórar íbúðir, dýra bíla og ameríska drauminn. Fólk alls staðar að úr heiminum kemur til L.A til að láta drauma sína rætast!

Ameríski draumurinn í Los Angeles

Hvað á ég að gera í Los Angeles?

Los Angeles er draumaáfangastaður allra sem elska kvikmyndir. Heimsæktu kvikmyndaverin, fræga tökustaði og Walk of Fame. Sjáðu hvernig stjörnurnar búa í Beverly Hills og kannaðu hvort þú rekst á einhvern frægan á Rodeo Drive. Ekki gleyma því að koma við á ströndinni og finna þinn innri David Hasselhoff!

Á meðan þú býrð í Los Angeles mælum við með því að þú kannir einnig einhverjar af þeim frábæru gönguleiðum sem þar finnast. Hér eru okkar uppáhalds:

  • Runyon Canyon loop - frábært útsýni yfir borgina og Hollywood skiltið.
  • Griffith Park trails - ekki gleyma að skoða hinn fræga "Batcave"
  • Griffith Observatory West Trail Loop - útsýni yfir the Observatory og the LA Basin

Að auki máttu ekki missa af hinum fjölmörgu fríu sumar tónleikum sem geta verið allt frá rokki og poppi til jazz og klassískrar tónlistar. Í Los Angeles finnur þú einnig úti-kvikmyndahús út um alla borg þar sem þú getur horft á nokkrar af nýjustu kvikmyndunum í frábæru umhverfi. 

Námsmannaafslættir í Los Angeles!

Með ISIC kortinu getur þú nýtt þér margskonar afslætti og fríðindi í Los Angeles. Sparaðu peninga í skoðunarferðinni, skemmtigarðinum, á safninu, veitingastaðnum og öðrum stöðum. Náðu í ISIC fríðinda appið og byrjaðu að spara! Pantaðu ISIC kortið hér!

Surf og sólbað í Los Angeles

Loftslag í Los Angeles

Í Los Angeles er miðjarðarhafsloftslag og eru um 263 sólskinsdagar á ári. Sumrin eru heit og þurr og er hitastigið almennt á milli 27 - 29°C gráður en getur farið í um 16 gráður þegar það er kaldast og upp undir 38°C gráður þegar það er heitast.

Hvernig er best að ferðast til Los Angeles

Sérfræðingur okkar í námi erlendis aðstoðar þig við að finna besta og hagstæðasta ferðamátann, bæði til og frá Los Angeles. Langar þig einnig að heimsækja Las Vegas og Grand CanyonHafðu sambandi!

Vilt þú nánari upplýsingar um New York Film Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband