New York Film Academy

Húsnæði í New York og Los Angeles

New York Film Academy er með háskólasvæði á Manhattan í New York og í Los Angeles. Hér finnur þú upplýsingar um háskólasvæðin, húsnæði og almenningssamgöngur.

New York Film Academy býður einnig upp á fjarkennslu á háskólasvæðum um allan heim. Þessi háskólasvæði eru t.d. í Peking, London, París, Seoul, Dubai og Tókýó. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar.

Aðstaðan í NYFA

Nemendur skólans hafa aðgang að hágæða aðstöðu og tækjum eins og upptökuvélum, forritum, ljósabúnað, búningum og fleira sem þú gætir þurft í náminu þínu. Þú hefur einnig aðgang að æfingasölum og færð tækifæri til að sýna hæfileika þína bæði á sviði eða fyrir framan myndavélina.

NYFA í New York

Háskólasvæðið New York er staðsett á Union Square, Manhattan og í the Financial district. Almenningssamgönur eru góðar í New York en þar finnur þú gott metró og fjöldan af strætóum. Hverfi eins og Greenwich Village, Soho or Times Square eru í göngufæri frá skólanum.

New York Film Academy í New York

Húsnæði í New York

NYFA er með húsnæðisdeild sem aðstoðar alþjóðlega nemendur við að finna húsnæði á og í kringum Manhattan. Húsaleigan er frá 900 til 1.500 dollarar á mánuði fyrir íbúð sem þú deilir með öðrum nemendum. Það er frekar kostnaðarsamt að búa á Manhattan og því möguleiki á að lækka leiguna ef þú ert tilbúin/n að búa aðeins lengra frá skólanum.

-------- 

NYFA í Los Angeles

New York Film Academy í Los Angeles er staðsettur í hjartanu á Hollywood og mjög nálægt Universal og Warner Bros kvikmyndaverunum. Hér ertu kominn í miðju atvinnugreinarinnar. Í Los Angeles hefur þú möguleika á að taka upp á mörgum spennandi tökustöðum á meðan Hollywood skiltið minnir þig stöðugt á að þú getur orðið hluti af þessum spennandi heimi.

New York Film Academy í Los Angeles

Í Los Angeles finnur þú metró, strætó og lestarkerfi sem þýðir að það er auðvelt fyrir þig að ferðast um þessa stóru borg þó þú eigir ekki bíl.

Húsnæði í Los Angeles

NYFA er ekki með námsmannaíbúðir í Los Angeles en getur aðstoðað þig við að finna húsnæði í gegnum leigumiðlun. Hægt er að leigja íbúðir rétt hjá skólanum og eru þær frá 1.400 til 3.200 dollara á mánuði - fer eftir stærð og hvort húsgögn fylgi. Þú getur einnig valið að búa lengra frá - sérstaklega ef þú stefnir á að búa þar lengur og færð þér bíl. 

Vilt þú nánari upplýsingar um New York Film Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband