New York Film Academy

Námið í New York Film Academy

Í NYFA getur þú stundað nám í kvikmyndaframleiðslu, leiklist, handritagerð, heimildarmyndagerð, þrívíddartækni, söngleikjafræði, ljósmyndun, gerð útvarps- og sjónvarpsfrétta og tölvuleikjahönnun.

Hvaða gráðu get ég tekið í New York Film Academy?

Þú valið á milli þess að sækja um:

  • 1 eða 2 ára nám
  • Bachelor of Fine Arts (Aðeins kennt í Los Angeles)
  • Master of Fine Arts (Aðeins kennt í Los Angeles)
  • Associate of Fine Arts (Aðeins kennt í Los Angeles)
  • Stutt námskeið

Í NYFA er kennsluskráin þannig uppbyggð að þú munt fá sem mest út úr náminu þínu. Þú færð tækifæri til að nýta alla þína hæfileika til hins ýtrasta ásamt því að fá gagnlega gangrýni.

Verklegi þátturinn mikilvægur í NYFA

Gestafyrirlesarar deila sinni þekkingu!

Að auki við frábæra aðstöðu og tæknibúnað þá býður skólinn reglulega gestafyrirlesurum úr atvinnulífinu að koma og deila sinni reynslu og þekkingu með nemendum skólans. Nemendur hafa hingað til fengið dýrmætar upplýsingar frá þekktum leikstjórum, leikurum, rithöfundum, framleiðendum og ljósmyndurum. Á meðal þeirra eru Ron Howard (Apollo 13, A Beautiful Mind, The Da Vinci Code) Hank Azaria (The Simpsons), and Steven Spielberg (Jaws, Jurassic Park, Schindler's List, Indiana Jones).

Ef þig langar að starfa við kvikmyndir, hvort sem það er sem leikari eða fyrir aftan myndavélina, þá færðu alla þá þjálfun sem þú þarft í New York Film Academy.

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um þær námsleiðir sem eru í boði í New York Film Academy. Einnig getur þú haft samband við ráðgjafa okkar sem aðstoðar þig við að finna það nám sem þig dreymir um!

Vilt þú nánari upplýsingar um New York Film Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband