New York Film Academy

Sækja um í New York Film Academy

New York Film Academy tekur á móti umsóknum allan ársins hring. Við mælum með að þú hefjir umsóknarferlið sem fyrst til að tryggja þér pláss í draumanáminu.

Hver eru inntökuskilyrðin?

New York Film Academy sækist eftir því að fá nemendur sem eru með einkunnir yfir meðallagi frá menntaskóla/háskóla. Góð enskukunnátta skiptir máli og einnig að umsækjandi sýnir fram á einstakan áhuga á því námi sem hann sækist eftir að stunda. Að auki þarft þú að geta sýnt fram á það að þú munir geta greitt skólagjöldin ásamt því að framfleyta þér. Það getur þú gert með annaðhvort bankayfirliti eða bréfi frá LÍN.

Nemenda verkefni í New York Film Academy

Hvernig á ég að sækja um?

New York Film Academy teku á móti umsóknum allan ársins hring. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis sem veitir þér frekari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið þér að kostnaðarlausu.

Enskukunnátta

Öll fögin eru kennt á ensku og óskar því NYFA eftir að fá staðfestingu á enskukunnáttu þinni.

TOEFL (International) viðmið

  • IBT - að minnsta kosti 79 
  • IELST - að minnsta kosti 6.5

Ekki mega einkunnir frá TOEFL og IELST vera eldri en 2ja ára.

Vinsamlegast hafðu hugfast að sum fög krefjast þess að þessi viðmið séu hærri og geta sumar deildir krafist þess að prufa enskukunnáttu þína í gegnum síma/Skype viðtal. Ráðgjafi okkar mun passa upp á að þú hafir allar réttu upplýsingarnar!

Umsóknarfrestur

Þar sem tekið er á móti umsóknum allt árið þá mælum við með því að þú sendir umsókn þína fljótlega eftir að þú hefur ákveðið að stunda nám í New York Film Academy.

Vilt þú nánari upplýsingar um New York Film Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband