San Diego State University

Stúdentalífið í San Diego State University

Háskólasvæðið liggur í aðeins 10 mínútna fjarlægð frá flottu ströndunum í Kaliforníu. Í gegnum Mission Bay Aquatic Center, sem er í eigu skólans, geturðu fundið ýmsar afþreyingar eins og brimbretti og vatnaskíði. Á háskólasvæðinu finnurðu aðstöðu eins og líkamsræktarstöð, bókasafn, verslanir, kaffihús ofl.

Í gegnum SDSU geta nemendur nú notfært sér sporvagnskerfi borgarinnar þar sem byggð hefur verð stoppistöð við háskólasvæðið. Nýja stöðin heitir The Aztec Center. Nemendur geta keypt ótakmarkaðan ferðapassa fyrir bæði strætis- og sporvagna á $116.00 USD. Passinn gildir frá fyrsta skóladegi til hins síðasta, plús nokkrum dögum lengur. 

Húsnæði

University Towers Dormitory - Hér samnýtir þú herbergi og baðherbergi með öðrum nemanda. Máltíðir eru innifaldar alla daga vikunnar og það er einnig sameiginlegt eldhús á svæðinu. Verðið er 7090 USD fyrir 17 vikur. Þú skrifar uppá samning fyrir heilt misseri.

On-Campus Apartments - Hér samnýtir þú námsmannaíbúð með eldhúsi. Verðið er misjafnt og getur verið frá 485-970 USD á mánuði sem fer eftir herbergjafjölda og hvort þú samnýtir svefnherbergið og baðherbergið. Það fer einnig eftir öðrum kostnaði eins og hita og rafmagni.

Homestay - Hér hefurðu möguleika á að búa hjá amerískri fjölskyldu. Innifalið í verði eru tvær máltíðir á dag. Þú borgar 695 USD á mánuði plús 150 USD í "placement fee".

Off-Campus Apartments - margir nemendur velja að leigja íbúð fyrir utan háskólasvæðið með öðrum nemendum. Þessi valkostur er ódýrastur og getur skólinn gefið þér góð ráð hvað varðar þennan möguleika. 

Vilt þú nánari upplýsingar um San Diego State University?
Hafðu samband!
Hafa samband