Santa Barbara City College

Inngangurinn í SBCC
 

Nám í Santa Barbara City College

Santa Barbara City College (SBCC) í Kaliforníu veitir þér tækifæri til að stunda nám í Bandaríkjunum á sanngjörnu verði. SBCC er ríkisstyrktur háskóli sem býður upp á fjölbreytt námsúrval. Ekki hika lengur og láttu námsdrauminn rætast.

Langar þig að stunda nám í Bandaríkjunum? Hvernig líst þér á að geta lesið skólabækurnar á ströndinni í hinni sólríku Kaliforníu? Santa Barbara City Colleg er „community college” þar sem þú getur lokið tveggja ára AA gráðu og fengið rétt til yfirfærslu í annan bandarískan háskóla og lokið þar bachelor gráðu. Þannig færð þú tækifæri til að útskrifast úr þekktum bandarískum háskóla, t.d. University of California, á mun hagstæðari verði. 

5 ástæður fyrir því að stunda nám í Santa Barbara City College

 • Staðsetningin! Strendur, fjöll, sól allt árið og frábært veðurfar ásamt fjölbreyttu námsúrvali. Þurfum við að telja um meira?
 • Litlir bekkir - að meðaltali eru 28 nemendur í hverjum bekk.
 • Hágæða kennsla 
 • Eftir að hafa lokið AA gráðunni færð þú tækifæri til að láta færa þig yfir í University of Californía eða annan bandarískan háskóla þar sem þú getur lokið bachelor gráðunni.
 • Þú finnur yfir 50 mismunandi námsmannafélög og klúbba í SBCC

Frábært orðspor!

 • SBCC er listaður sem einn af topp tíu „community college” í Bandaríkjunum af Aspen Institute.
 • Santa Barbara City College er viðurkenndur af Accrediting Commission of Community og Junior Colleges (ACCJC).
 • Árið 2014 fékk SBCC  „the Academic Senate for California Community Colleges' Hayward” verðlaunin fyrir hágæða kennslu.
 • Árið 2012 fékk „Express to Success prógrammið the California Community Colleges' Chancellor's” verðlaunin fyrir „best Practices in Student Equity”.

Santa Barbara, Kaliforníu - KILROY

Hvaða nám get ég stunda við Santa Barbara City College? 

Santa Barbara City College býður upp á fjölbreyttar námsleiðir. Sem alþjóðlegur nemandi við SBCC getur þú stundað:

 • skiptinám
 • tveggja ára grunnnám þar sem þú lýkur AA gráðu

SBCC býður upp á fjölbreyttar námsleiðir innan:

 • Viðskiptafræði
 • Sálfræði
 • Grafískri hönnun
 • Ljósmyndun
 • Fjölmiðlafræði
 • Alheimsfræði
 • Kvikmyndagerð

Hvað kostar að stunda nám við Santa Barbara City College?

Kostnaðurinn getur verið breytilegur eftir því hvaða nám þig langar að stunda. Sérfræðingur okkar í námi erlendis vetir þér nánari ráðgjöf og upplýsingar um áætlaðan kostnað. Ekki hika lengur og hafðu samband.

Staðreyndir um Santa Barbara City College

 • Frábær staðsetning - stutt í bæði ströndina og fjalllendi
 • Um 20.000 nemendur í skólanum
 • Af þeim eru yfir 1300 alþjóðlegir nemendur frá yfir 70 löndum
 • „The West Campus Fountain” er fullkominn staður til að lesa skólabækurnar, kynnast samnemendum eða slaka á á milli tíma.

Þú finnur nánari upplýsingar um Santa Barbara City College með því að: 

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig við að stunda nám í SBCC?

Hjá okkur færð þú fría og persónulega ráðgjöf þar sem þú færð upplýsingar um námið, borgina og kostnaðinn ásamt því að fá aðstoð í gegnum umsóknarferlið. Við aðstoðum þig allt frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi þínu lýkur. 

Vilt þú nánari upplýsingar um Santa Barbara City College?
Hafðu samband!
Hafa samband