Santa Barbara City College

Santa Barbara

Námsmannalífið í Santa Barbara

Santa Barbara er staðsett í Kaliforníu á vesturströnd Bandaríkjanna, í um 1,5 klst. akstri frá Los Angeles. Borgin hefur um 90.000 íbúa og er frábærlega staðsett á milli Santa Ynez fjallanna og hafsins. Með blöndu af öllu því besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða þá er Santa Barbara fullkominn borg til að bæði búa í og stunda nám.

Námsmannalífið í Santa Barbara

Santa Barbara er fullkomin námsmannaborg. Hvort sem þú ert ævintýra-, íþrótta- eða menningartýpan þá á þér ekki eftir að leiðast þar. Stundaðu uppáhaldsíþróttina þína, farðu í verslunarferð á State Street og njóttu þess að borða á einhverjum af bestu veitingastöðum borgarinnar ásamt því að upplifa frábært næturlíf. Borgin er staðsett á á milli Kyrrahafsins og Santa Ynes fjallanna og býður því upp á fjölbreytta útivistarmöguleika. Að auki er hún þekkt fyrir að hafa sama metnað á sviði lista og menningar eins og nálægar stórborgir, Los Angeles og San Francisco. 

Los Angeles er í aðeins 1,5 klst. akstursfjarlægð frá Santa Barbara

Kaliforníu draumur!

Kalifornía er drauma áfangastaður þeirra sem dýrka sólina, hafið og ströndina. Með yfir 1.770 km langa strandlengju átt þú eftir að fá mörg tækifæri til að sleikja sólina á ströndinni. En strendur er ekki það eina sem Kalifornía hefur upp á að bjóða. Þetta risastóra fylki hefur allt sem þú gætir óskað þér; frábærar strendur, skíðasvæði, frægar stórborgir, bestu skemmtigarðana og heimsfræg náttúruundur. Það er ómögulegt að láta sér leiðast í „Gullna fylkinu”. 

Heimsæktu Yosemite þjóðgarðinn - KILROY

Frábærar afþreyingar fyrir námsmenn í Santa Barbara

Santa Barbara er ekki ódýrasta borgin í Bandaríkjunum en þar finnur þú þó nokkrar skemmtilega afþreyinga möguleika sem þú getur tekið þátt í þér að kostnaðarlausu eða á hagstæðu verði.

 1. Upplifðu mannlífið á State Street
 2. Fyrir þá sem elska ströndina þá er eitt besta geymda leyndarmál Santa Barbara, Santa Claus ströndin! Ef þig langar hins vegar að sjá fræga og fallega fólkið þá ættir þú að kíkja á Butterfly Beach í Montecito.
 3. Farðu í hvalaskoðun í Shoreline garðinum - þar færð þú frábært útsýni yfir Kyrrahafið.
 4. Taktu þátt í Downtown art walk viðburðinum sem haldinn er á fyrsta fimmtudagskvöldi hvers mánaðar og upplifðu lista og menningarlífið í Santa Barbara.
 5. Á hverjum sunnudegi getur þú farið í göngu um Cabrillo Boulevard og kíkt á „Santa Barbara Arts and Crafts”.
 6. Farðu í dagsferð að Nojoqui Falls, það tekur þig um 15 mínútur að ganga upp að fossinum.
 7. Upplifðu lífið og matinn á downtown Farmer's Market í Santa Barbara.
 8. Keyrðu eftir Highway 154 að Santa Barbara Wine Country (útsýnið á leiðinni er magnað og frítt þó að vínsmökkunin sé það ekki).
 9. Njóttu þess að slaka á í Carpinteria State Beach garðinum.
 10. Kannaðu hæfileika þín á hjólabrettinu á Skater's Point
 11. Farðu í göngu að Inspiration Point, ein vinsælasta gönguleiðin í Santa Barbara. Gangan er um einn til tvo klst.
 12. Heimsæktu Guadalupe Dunes - athugaðu að yfir sumartímann eru nokkrir staðir afgirtir yfir varptímann.
 13. Kannaðu veiði dagsins á Stroll Stearns Wharf, elsta bryggjan í borginni sem er enn í notkun.
 14. Frá desember til maí getur þú heimsótt Carpineria Sea Sanctuary og fylgst með selunum á ströndinni.
 15. Fylgstu með mögnuðu sólsetrinu við Goleta point. Að auki er þessi staður þekktur fyrir frábærar gönguleiðir.

Njóttu sólarinnar í Kaliforníu - KILROY

Afþreyingar möguleikar á háskólasvæðinu

Lífið er meira en nám og lærdómur. Á milli þess að mæta í fyrirlestra færð þú fjölda tækifæra til að taka þátt í fjölbreyttum íþrótta og menningar viðburðum á háskólasvæði Santa Barbara City College. 

Með yfir 50 mismunandi námsmannafélög átt þú ekki eftir að eiga í vandræðum með finna það félag/viðburð sem hentar þér best. Að auki er það frábær leið til að kynnast samnemendum þínum. 

Veðurfarið

Veðurfarið er frábært allt árið um kring. Meðalhitinn er milli 15°C og 25°C í ágúst og á milli 7°C og 18°C í janúar.

Road trip um Kaliforníu

Kalifornía er fullkominn áfangastaður til að fara í roadtrip. Leigðu bíl og farðu í magnaða helgarferð með vinum meðfram ströndinni og/eða endaðu önnina á því að fara í epísk road trip.

Vilt þú nánari upplýsingar um Santa Barbara City College?
Hafðu samband!
Hafa samband