Santa Barbara City College

Námsmannahúsnæði í Santa Barbara

Þegar þú hefur ákveði að stunda nám í Santa Barbara City College kemur að stóru spurningunni - hverjir eru húsnæðismöguleikarnir mínir?Skólinn býður ekki upp á námsmannaíbúðir fyrir nemendur á háskólasvæðinu en það eru hins vegar fullt af fjölbreyttum húsnæðismöguleikum fyrir námsmenn í borginni.

Námsmannaíbúðir í Santa Barbara

Sem námsmaður í Santa Barbara standa þér nokkrir húsnæðismöguleikar í boði. Hægt er að velja þann kost að leigja herbergi hjá fjölskyldu, íbúð með samnemendum þínum eða eigin íbúð. The International Student Housing Coordinator veitir þér ráðgjöf og aðstoð við að finna húsnæði og meðleigjendur í Santa Barbara.

Leiguverð í Santa Barbara getur verið nokkuð hátt, fer eftir stærð og staðsetningu. SBCC hefur sett saman ákveðið budget Worksheet, sem auðveldar þér leitina. Ekki gleyma því að þú þarft einnig að hafa svigrúm til að kaupa mat og aðrar nauðsynjarvörur.

Hvenær ætti ég að byrja að leita að húsnæði?

  • Ef þú ert að hefja nám við SBCC um haustið þá ættir þú að hefja húsnæðisleit í kringum mars og apríl
  • Ef þú ert að hefja nám um vorið þá ættir þú að hefja leit að húsnæði í nóvember og desember.

Háskólasvæði Santa Barbara City College

Háskólasvæði Santa Barbara City College er frábærlega staðsett við ströndina, með magnað útsýni yfir sjóinn og nálægar strendur, ásamt því að vera skammt frá miðbænum. Að auki er svæðið staðsett í um 90 mínútna akstri norður af Los Angeles og um 6 tíma suður frá San Francisco.

Ströndin í Santa Barbara - KILROY

Námsmannalífið við SBCC 

Með yfir 50 námsmannafélög og klúbba færð þú fjölda tækifæra til að kynnast samnemendum þínum. Hvort sem þú hefur áhuga á útivist, listum, stjörnufærði eða alþjóðlegum málefnum þá ættir þú að finna félag sem hentar þínum áhuga.

Þú finnur fjölbreytt úrval á íþróttum en þar á meðal er hafnarbolti, körfubolti, fótbolti, golf, hlaup og blak. Ef leiklist og/eða tónlist er meira fyrir þig þá gæti SBCC Theatre Group verið félagið þitt.

Þá er einnig margir fjölbreyttir viðburðir haldnir á svæðinu og mælum við með því að fjárfesta í Student Activity Sticker” sem veitir þér frían aðgang að nokkrum þeirra sem og afslætti í verslunum í Santa Barbara.

Fótboltavöllurinn í Santa Barbara City College

Sem nemandi færð þú aðgang að tölvuveri skólans ásamt því að geta nýtt tölvur sem staðsettar eru á Eli Luria bókasafninu og í Cartwright námsmannamiðstöðinni. Að auki er frítt Wi-Fi á öllu háskólasvæðinu fyrir nemendur skólans.

Samgöngur

Sem nemandi við SBCC færð þú kort í almenningssamgöngur yfir skólaönnina þér að kostnaðarlausu.

Vilt þú nánari upplýsingar um Santa Barbara City College?
Hafðu samband!
Hafa samband