Santa Monica College

Upplýsingar um nám í Santa Monica College

Vinsælasta námið og fögin eru innan eftirfarandi námssviðs: Business, Psychology, Graphic Design, Game Development, Post -production & Visual effects, Interior design, Fashion Merchandising, Theatre Arts, Journalism og Physical Education. Ekkert TOEFL próf þarf ef þú vilt sækja um í þennan skóla.

Staðreyndir:

  • Fjöldi nemenda: 30.000
  • Fjöldi alþjóðlegra nemenda: 2.500
  • Skólaárið: Skólinn hefst tvisvar yfir árið, í febrúar og ágúst. Auk þess er möguleiki á að taka fjögurra vikna kúrsa í janúar (J-term). Athugaðu að kynningarvikan og skráning hefst tveimur vikum fyrir upphaf misseris.

Námsgjöld 2011-2012

Study Abroad kostar sirka $3.400 á misseri (12 units) þar innifalin er skyldutrygging. Skólinn gerir ráð fyrir að eitt ár kosti $26.000 USD á ári, þar innifalið eru tvö misseri, húsnæði, bækur, matur og vasapeningar.  Skiptinám er einungis í boði í grunnnámi (bachelor). Skólinn býður EKKI uppá fullt grunn- eða framhaldsnám.

Inntökuskilyrði

SMC krefst góðrar meðaleinkunnar á stúdentsprófi, en það eru nokkrar undantekningar þar frá. Allir nýjir nemendur þurfa að taka svokallað "assesment test" í ensku og stærðfræði til að geta hafið nám. Því þarftu ekki að láta kunnáttupróf í ensku fylgja umsókninni þinni.

Námsgráður

Vinsælasta námið og fögin eru innan eftirfarandi námssviðs: Business, Psychology, Graphic Design, Game Development, Post -production & Visual effects, Interior design, Fashion Merchandising, Theatre Arts, Journalism og Physical Education. Fyrir þig sem vilt æfa íþróttir eru margir góðir möguleikar til þess. Í boði er fótbolti, sundhandknattleikur, körfubolti, sund, tennis og blak.

Hvernig sæki ég um?

SMC er ekki með umsóknarfrest. Ef skólinn heillar þig geturðu haft frekara samband við KILROY og við veitum þér svör við þeim spurningum sem vakna, aðstoð við umsókn og önnur praktísk atriði.

Vilt þú nánari upplýsingar um Santa Monica College?
Hafðu samband!
Hafa samband