University of California - Los Angeles

Gakktu fram hjá hinu táknræna Royce Hall þegar þig vantar innblástur
 

Nám í University of California, Los Angeles (UCLA)

Árið 1919 var UCLA annar háskólinn sem var stofnaður í University of California kerfinu. Síðan þá hefur UCLA vaxið og orðið heimsþekktur rannsóknarháskóli og sterkur í keppnisíþróttum. Í gegn um tíðina hefur háskólinn getið af sér Nóbelsverðlaunahafa, Guggenheim Fellows, National Academy of Sciences Members, þekkta listamenn, tónlistarmenn og ólympíufara. Þar af leiðandi er ekki skrítið að UCLA fær inn flestar umsóknir allra skóla í Bandaríkjunum. Sem alþjóðlegur nemandi hefur þú tækifæri til þess að sækja um nám í gegn um UCLA Extension eða College of Letters and Science.

Af hverju ættir þú að læra í University of California, Los Angeles Extension (UNEX)?

UCLA Extension bjóða upp á fullar gráður í mörgum sérgreinum, eins og markaðsfræði, verkfræði, fjármálum og handritsskrifum. Mikið af náminu sem í boði er inniheldur starfsnám, sem samtvinnar á fullkominn hátt góðan akademískan bakgrunn og mikilvæga reynslu af vinnu. Þessi sérstæða kunnátta og þjálfun í tilteknu fagi bætir ekki bara ferilskrána þína heldur býr einnig nemendur undir áframhaldandi nám eða vinnu.

Ef þig langar ekki að klára heila gráðu getur  þú líka valið að vera í eina til tvær annir, svokallað study abroad. Sem study abroad nemandi getur þú tekið námskeið í annað hvort UCLA extension, UCLA College of Letters and Science eða báðum. Þú getur svo að loknu námi flutt einingarnar í heimaskólann að fengnu leyfi frá honum. 

Fræðilegt orðspor

UCLA er einn þekktasti og virtasti skóli Bandaríkjanna. Aðeins systurskólinn  Berkeley stendur honum framar, UCLA er einn af bestu ríkisháskólum landsins. Háskólinn skorar hátt á mörgum sviðum, þar á meðal framúrskarandi námi, akademísku orðspori, rannsóknum, bókasafninu og þekktum fyrrverandi nemendum. Árlega klifrar skólinn hærra á metorðastiganum og keppir þar við háskóla bæði í ríkis og einkageiranum. Auðvitað leiðir UCLA nú þegar í einum flokki eins og var nefnt fyrr, UCLA fær fleiri umsóknir en nokkur önnur stofnun í Bandaríkjunum. Það gefur auga leið að háskólinn er eftirsóttur vegna staðsetningar, árangurs í námi og fjörugs félagslífs. Nýlega var UCLA settur í 37 sæti í QS World University Rankings (2014), áttundi í Times Higher Education World Reputation Rankings (2013) og tólfti í Academic Ranking of World Universities by Shanghai Jiao Tong (2014).

Aðal fræðasvið

Í gegn um UCLA Extension, geta nemendur unnið sér inn gráðu í mörgum greinum, þar á meðal  Architecture, Interior design, Design and Communication Arts, Accounting, Business Administration, Finance, International Trade and Commerce, Marketing, Music Production, Real Estate, Journalism, Cinematography, Film Scoring, and Sustainability. Innan College of Letters and Science deildarinnar er svo möguleiki fyrir nemendur að skrá sig í fjölda námskeiða innan hugvísinda, félagsvísinda og náttúruvísinda, svo lengi sem nemendur mæta inngangskröfunum fyrir hvert fag.  Vinsamlegast hafið hugfast að námskeið í hagfræði og sálfræði eru takmörkuð þar sem núverandi nemendur hafa forgang og námskeið í þessum deildum eru vinsæl.

Staðreyndir

Heildarfjöldi grunn nemenda: 28,000
Heildarfjöldi Masters nemenda: 13,000
Heildarfjöldi alþjóðþegra nemenda: 3,000
Kennslualmanak: UCLA vinnur eftir ársfjórðungs kerfi sem þýðir að kennsluárinu er skipt upp í fjóra hluta sem samsvara árstíðunum, haust, vetur, vor og ef nauðsynlegt er þá sumar. Hver lota, fyrir utan sumarlotuna endist í 11 vikur (10 vikur af tímum og 1 vika af prófum). UCLA Extension vinnur eftir sama kerfi með nokkurn veginn sömu áætlun.

Skólagjöld

USD frá $8,500 fyrir ársfjórðung fyrir nemendur sem sækja um study abroad
USD frá $26,300 fyrir árið fyrir fólk sem sækist eftir heilli gráðu. (associates degree)

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - Los Angeles?
Hafðu samband!
Hafa samband