University of California - Los Angeles

Nám í Los Angeles, California

UCLA er staðsettur í Los Angeles, Kaliforníu. Nánar tiltekið er háskólasvæðið ásamt UCLA extensions byggingunni staðsett í Westwood Village hverfinu. Þessi litli háskólabær er ekki langt frá öðrum merkilegum svæðum eins og Santa Monica, Venice Beach, Beverly Hills, Century City, West Hollywood og Bel-Air.

Lífstíll

Það er rétt sem þeir segja að Kalifornía, sérstakelga Los Angeles hafi sína eigin menningu. Þú munt sjá að Los Angeles er mjög opin og framsækin borg, sérstaklega á háskólasvæðinu. Þú munt hitta fólk úr ólíkum menningarheimum, af öðrum kynþætti, annarar trúar og með allt annan bakgrunn en þú. Þessi fjölbreytileiki er það sem gerir Los Angeles að þessum spennandi suðupotti ólíkrar menningar. Sökum þessa fjölbreytileika eru flestir opnir og móttækilegir mismunandi hugsunarhætti. Þess vegna skiptir ekki máli hvaða áhugamál þú hefur, þú munt alltaf finna þér samastað í LA. Það er líka algengt að hitta og tala við nýtt fólk, þannig þú skalt ekki vera hissa ef ókunnug manneskja gefur sig á tal við þig. Þar af leiðandi er frekar auðvelt að eignast nýja vini eða kunningja. Almennt séð er fólk í LA afslappað og vinalegt. Gott er að hafa í huga að Los Angeles er yndislegur staður að vera á en þú þarft að venjast þungu umferðinni og aksturslagi borgarbúa. Aftur á móti skalt þú ekki hafa áhyggjur af því að geta ekki keyrt, flestir nemendur búa í nágrenni við skólann og þurfa því ekki bíla. Westwood Village hefur upp á mikið að bjóða svo það er auðvelt að komast um fótgangandi í hverfinu. Ef þú vilt fara til Santa Monica, er lítið mál að taka strætisvagn frá háskólalóðinni. 

Íbúafjöldi

Los Angeles er heimili næstum 4 milljóna íbúa. Þar af leiðandi mætti kalla þetta sitt eigið mini land. Sem stórborg og innflytjenda svæði er Los Angeles heimili fjölbreytileika fólks úr öllum áttum alls staðar úr heiminum. Því má með sanni segja að þetta sé suðupottur fjölbreytileika Ameríku. 

Loftslag

Los Angeles er sólrík og hlý borg allt árið um kring. Þó hitinn lækki alltaf aðeins yfir haust og vetrarmánuðina eru engin árstíðaskipti sjáanleg í suður Kaliforníu. Þar af leiðandi er ekki ólíklegt að þú getir notið þín á ströndinni í Desember með vinum þínum. 

 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - Los Angeles?
Hafðu samband!
Hafa samband