University of California - Los Angeles

Námsmannalífið í University of California, Los Angeles

UCLA er staðsett á mjög stóru háskólasvæði við rætur Santa Monica fjallana. Háskólasvæðið er staðsett í 5 mílna fjarlægð frá sjónum og afmarkast af hinni frægu Sunset Boulevard í norðri.

Háskólasvæði UCLA er svo fallegt að hundruðir heimsækja svæðið vikulega, sérstaklega yfir vor og sumarmánuðina. Tvær þekktar byggingar, Royce Hall og Powell bókasafnið eru tvær af upprunalegu UCLA bygginunum. Þessi fallegi arkitektúr ásamt sólarljósinu gera það að verkum að gangan á milli tíma verður hin mesta skemmtun. Fyrir utan fegurð sína er eftirtektarvert hversu öruggt háskólasvæðið er. Háskólinn hefur sína eigin lögreglu á vakt allan sólahringinn til þess að tryggja öryggi nemenda, auk þess að hafa "Community Service Officers" sem geta fylgt þér heim á kvöldin. Hins vegar eru nemendur UCLA frekar virkir, þannig þú átt sjaldan eftir að ganga úti á kvöldin án þess að sjá mikið af fólki í kring um þig. Í þeim skilningi sefur háskólinn aldrei. UCLA Extension er líka staðsett á Westwood Village svæðinu. Svo það er nokkuð samtvinnað háskólasvæðinu. 

Aðstaða

UCLA bíður upp á frábæra afþreyingu, veitingastaði og aðstaðan öll er til fyrirmyndar. Sem nemandi UCLA getur þú æft í John Wooden miðstöðinni, farið í sólbað hjá Sunset Canyon Recreation Center, lært í öllum bókasöfnunum, hitt vini þína í Ackerman Student Union byggingunni, keypt vörur í Associated Students búðinni og notið allra veitingastaðanna á svæðinu. UCLA Extension Certificate nemendurnir verða að fá BruinCard skilríki við komu í skólann til þess að fá aðgang að aðstöðunni. Þar að auki er háskólasvæði UCLA líka heimili Pauley Pavilion, glænýs körfuboltavallar, blakvallar og fimleikahúss. Þegar skólinn heldur íþróttaviðburði, munt þú alltaf finna Pauley Pavilion fulla af hvetjandi öskrum nemenda og aðdáenda. nemendur UCLA eru mjög virkir í að styðja íþróttalið skólans, sem er mikilvægur þáttur í háskólaupplifuninni. UCLA fótboltaliðið (amerískur fótbolti) spilar alla sína heimaleiki á hinum fræga Rose Bowl leikvangi. Með pláss fyrir 90,000 er leikvangurinn samt fullur á öllum leikjum.

Húsnæði 

Í gegn um UCLA getur þú fengið heimavistargistingu á háskólasvæðinu, það er algengara að alþjóðlegir nemendur búi utan háskólasvæðisins. Á sama tíma eru heimamenn líka hrifnari af gistingunni utan háskólasvæðisins eftir fyrsta árið sitt við skólann. Westwood hverfið í kring hefur upp á mikið af gistimöguleikum að bjóða, bæði á einkamarkaði þar sem þú leigir einn/ein íbúð eða íbúðir sem þú leigir með örðrum nemendum skólans. Þú munt fljótt sjá að nemendur skólans eru ráðandi kennileiti við þetta hverfi, sem gerir það unglegt og jafnframt skemmtilegt. UCLA Community Housing Office (CHO) geta aðstoðað þig við að finna íbúð eða herbergi sem hentar þér og þínum kringumstæðum. 
 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - Los Angeles?
Hafðu samband!
Hafa samband