University of California - Los Angeles

UCLA bruins basketball

UCLA - Draumur sem varð að veruleika

Lestu um líf dönsk-amerísku stúlkunnar, Sophia Lykke.

Af hverju valdir þú að studa nám í UCLA?

Aðal ástæðan fyrir vinsældum UCLA er orðspor hans. Það felur í sér að það er bæði sterk fræðileg hefð og skemmtilegt stúdentaumhverfi. Þess vegna var ég yfir mig ánægð að komast inn. Þegar ég heimsótti háskólasvæðið eftir að ég fékk inngöngu tók ég eftir því að aðrir nemendur virtust elska háskólann sinn. Þetta skóla stolt átti mjög vel við mig. Ef þú færð inngöngu í UCLA eða hefur tækifæri á að fara þangað í skiptinám skaltu ekki hika við það. Frábæra loftslagið og yndislega háskólasvæðið ásamt bestu deildum sem völ er á, alþjóðlegum nemendum og endalausum viðburðum á háskólasvæðinu gera andrúmsloftið jákvætt og skemmtilegt. Sem nýr nemandi leit UCLA út sem spennandi, skemmtilegur og örvandi valkostur. Þegar ég horfi til baka var þetta allt sem ég hefði getað óskað mér og meira til. UCLA er nokkurs konar goðsögn að þessu leiti, hver myndi ekki vilja vera partur af því.

Hvernig bjóstu?

Fyrstu 2 árin bjó ég á heimavistinni með öðrum nemendum á sama aldri og ég. UCLA er með margar tegundir af gistingu, allt frá venjulegri heimavist að flottum íbúðum. Sem betur fer hitti ég bestu vinkonu mína daginn sem ég flutti inn. Ég var ein sex stelpna sem bjuggu á heimavist með tveimur herbergjum og sameiginlegu baði. Þó þetta kunni að hljóma eins og martröð urðum við góðar vinkonur allt til enda skólagöngunnar, þegar þú ferð að heiman í háskóla verða vinir og herbergisfélagar þínir að fjölskyldu þinni. Þið borðið saman, lærið saman og hugsið um hvort annað. Þau eru til staðar þegar þú vaknar á morgnana og áður en þú ferð að sofa á kvöldin. Að búa með herbergisfélögum sem háskólanemi gerir þér auðveldara fyrir að eignast vini og styrkja öryggisnetið. Eftir 2 ár á heimavistinni hjá UCLA flutti ég í eigin leiguíbúð í Westwood Village rétt hjá skólalóðinni. Þar deildi ég líka íbúð með fólki sem var frábær upplifun. Þessi hverfi í kring eru stútfull af öðrum nemendum úr UCLA þannig það var mjög gaman að búa þar. Westwood  leyfði þér líka að vera nær djamminu, þar sem flest partýin, veislurnar og skemmtanamenningin er þar, miklu frekar en á heimavistinni.

Hvað er hægt að gera hjá UCLA eftir tíma?

Það er ómögulegt að nefna allt sem er í boði. Það eru endalausir möguleikar fyrir UCLA nemendur, sem er bara jákvætt. Sama hvers lags manneskja þú ert munt þú finna þér þinn stað í þessum skóla. Það eru hundruðir nemendafélaga, íþróttafélaga og hvers kyns félagsskapar sem þú leitar að. Ég mæli með að þú haldir þér upptekinni/uppteknum og leggir þig fram við það sem þú hefur áhuga á, það er besta leiðin til þess að kynnast nýju fólki og blandast hópnum. Góð leið til þess að byrja er einn af íþróttaviðburðum skólans. Að sýna stuðning við íþróttalið skólans er eitthvað sem virðist sameina alla. Reyndar á lið skólans flesta verðlaunagripi NCAA (National Collegiate Athletic Association) en nokkur annar skóli í landinu. Mér fannst mjög gaman að fara á fótbolta og körfuboltaleiki á meðan ég var í námi. 

Hvað er uppáhalds minning þín frá UCLA?

Uppáhalds minning mín frá UCLA var þegar ég var á öðru ári og fótboltaliðið okkar vann keppinaut okkar úr hinum enda bæjarins, University of Southern California (USC), í fyrsta skipti í sex ár. Á hverju ári hittast liðin á stærsta leik ársins, UCLA og USC eiga langa keppnissögu, þar sem þeir eru úr sitthvorum enda Los Angeles borgar. Ég man að ég horfði á leikinn með vinum mínum og hljóp í gegn um háskólasvæðið þegar lokaflautið fór í loftið. Það sem eftir lifði kvölds voru veislur um allt hverfið. Leikmenn okkar fengu konunglegar móttökur og háskólasvæðis lögreglan spilaði þemalagið þeirra í gegn um hátalarakerfið. Allri voru svo glaðir að ég hafði aldrei upplifað annað eins. Andrúmsloftið var ótrúlegt þetta kvöld og ég mun aldrei gleyma því. Síðan þá höfum við unnið USC í annað og þriðja skiptið svo ég vona að sigurganga okkar haldi áfram! 

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - Los Angeles?
Hafðu samband!
Hafa samband