University of California - San Diego

Student life in San Diego

Námsmannalífið í San Diego

San Diego er einstaklega skemmtileg borg, þar sem andrúmsloftið er lifandi og vinalegt. Borgin er sú næststærsta í Kaliforníu, með um 1.3 milljónir íbúa, staðsett nálægt landamærum Mexíkó og þar finnur þú því skemmtilega blöndu af bandarískum og mexíkóskum áhrifum.

Frábært veðurfar, yfir 100 km strandlengja og 2.000 m háir fjallgarðar. San Diego er fullkominn námsstaður fyrir námsmenn sem elska útivist og hreyfingu en þar átt þú eftir að mörg tækifæri til að stunda t.d. hjólreiðar, hlaup, klifur, sund og surf. Að auki er staðsetning borgarinnar fullkomin til að kanna Kaliforníu og/eða kíkja yfir til Mexíkó. 

Námsmannalífið í University of California, San Diego.

Í UCSD finnur þú fjölbreytt nemendafélög ásamt því að skólinn skipuleggur fjölbreytta viðburði og skemmtanir fyrir nemendur sína. Það er alltaf eitthvað um að vera í UCSD.

Þá er San Diego einstaklega skemmtileg borg þar sem þú finnur fjölbreytt hverfi sem öll hafa sín sérkenni. Þú átt t.d. eftir að upplifa mjög ólíka hluti í Ocean Beach hverfinu miða við t.d. La Jolla. Njóttu þess að rölta um hverfin og spjalla við heimamenn. Íbúar San Diego eru almennt mjög opnir og hjálpsamir og finnst almennt ekki leiðinlegt að sína öðrum borgina sína.

Strendurnar í San Diego

Gleymdu Venice Beach og Long Beach í Los Angeles því í San Diego hefur þú Pacific Beach og Mission Beach en þangað koma surfara alls staðar að úr heiminum til upplifa magnaðar öldur. Þetta eru kannski ekki bestu surfstaðir heims en þar er hægt að surfa allt árið um kring. 

Taktu skólabækurnar með á ströndina - KILROY

Að auki eru nokkrar skemmtilegar strendur í La Jolla en þar má nefna Black's Beach sem er einstaklega falleg og afskekkt tveggja mílna löng strönd norður af Scripps Pier (einnig þekkt sem Torrey Pines State Beach). Ströndin liggur meðfram 100 m háum klettum og eru hún fræg meðal surfara vegna frábærra surfskilyrða en athugaðu að aðeins er mælt með því að reyndir surfarar surfi á þessu svæði. Þá hefur norðurhluti strandarinnar valfrjálsan klæðaburð og því ekki óalgengt að sjá einstaklinga þar nakta í sólbað eða spilandi blak. 

Fullkomin blanda af borgar- og strandarlífi

Í San Diego er næstum því alltaf sól eða af 365 dögum eru 300 sólardagar. Hitastigið er einnig frábært og getur þú því notið þess að heimsækja ströndina allt árið um kring. Í borginni finnur þú fjölbreytta veitingastaði, kaffihús, bari og verslanir - allt sem þú þarft. Þá er einnig algengt að haldnir séu skemmtilegir og fjölbreyttir viðburðir í borginni, sérstaklega í Ocean Beach og Pacific Beach hverfunum.

7 ódýrar afþreyingar í San Diego

Stundaðu háskólanám í San Diego

  1. Hjólabrettagarðar! Það eru yfir 30 hjólabrettagarðar í San Diego. Vissir þú að hjólabrettin koma upprunalega frá Kaliforníu?
  2. Balboa garðurinn, um 1200 ekra menningargarður í San Diego. Aðgangur er frír í garðinn og eru þar oft haldnir skemmtilegir tónleikar og/eða fjölbreyttar hátíðir.
  3. Í gamla bænum getur þú kynnt þér sögu borgarinnar og séð hvernig íbúar bjuggu og unnu á 19. öldinni í gamla bænum. Njóttu þess að rölta um á milli gamalla húsa og verslana og ef þig langar í mexíkóskan mat þá eru margir skemmtilegir mexíkóskir veitingastaðir á þessu svæði. Fullkomið er svo að enda daginn með ís á Cold Stone Creamery og heimsækja Gaslamp Quarter við Marina. 
  4. Fylgstu með sæljónunum sleikja sólina á steinunum við La Jolla Cove.
  5. San Diego Union safnið er þar sem San Diego Union fréttablaðið var starfrækt. Kynntu þér sögu blaðsins á sama tíma og þú skoðar skrifstofu ritstjórans og gömlu prentvélarnar
  6. San Diego County Sheriff’s safnið er staðsett í gamla bænum en þar getur þú skoðað gömlu lögreglumerkin, búningana, handjárnin, bíla, þyrlur, fangaklefa og réttarsalinn.
  7. STRENDURNAR! Það eru gríðarlega margar strendur í San Diego, finndu þína uppáhalds og mættu með skólabækurnar eða vinina og sleiktu sólina.

Námsmannaafslættir í San Diego

Vissir þú að með ISIC námsmannakortinu færð þú aðgang að yfir 40.000 afsláttum og fríðindum um allan heim og þar á meðal í San Diego. Sparaðu með ISIC! nældu þér í ISIC appið og finndu hvaða afslættir og fríðindi eru nálægt þér. 

Veðurfarið í San Diego

Veðrið í San Diego er milt og sólríkt allt árið um kring. Í janúar er meðalhitinn í kringum 14°C og um 22°C í ágúst. Heitasti tíminn er vanalega í lok sumars/byrjun hausts en þá getur hitinn farið upp í 30°C. Það er mjög sjaldgæft að hitinn fari undir frostmark og snjói yfir veturinn. 

Leigðu bíl í San Diego

Langar þig að kanna Kaliforníu? Leigðu bíl eða betra húsbíl og skelltu þér í ævintýralegt road trip! Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar sem aðstoða þig við að skipuleggja ferðina og bóka bílinn.

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - San Diego?
Hafðu samband!
Hafa samband