University of California - San Diego

Accommodation at University of California San Diego

Námsmannahúsnæði í San Diego

Hefur þú áhuga á að stunda nám við UCSD en veist ekki hvar þú getur búið? Ekki hafa áhyggjur - það eru nokkrir möguleikar í boði! Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um húsnæði og lífið á háskólasvæði University of California, San Diego.

Námsmannaíbúðir í San Diego

San Diego er gríðarlega skemmtileg og vinaleg borg og þegar kemur að húsnæði hefur þú nokkra valmöguleika.

Húsnæði á háskólasvæðinu er aðeins í boði í júlí og ágúst. Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér nánari upplýsingar.

Tuolumne Apartments at UCSD

Í leit þinni að húsnæði utan háskólasvæðisins mælir UCSD Extension með nálægum íbúðum sem eru á vegum Anatolia Housing. Þar finnur þú fjölbreytta möguleika á breiðu verðbili. Allar íbúðirnar eru staðsettar nálægt háskólasvæðinu (15 mín fjarlægð með strætó). Þar leigir þú íbúð með öðrum nemendum en algent er að tveir deili herbergi og baðherberi í íbúð með tveim öðrum þannig að fjórir deila eldhúsi og setustofu. Einnig er hægt að sækja um einstaklingsherbergi. Raðað er í íbúðir eftir kyni en pör geta einnig sótt um og þarf þá að tilgreina það sérstaklega.

Almenni leigumarkaðurinn er auðvitað annar kostur en þar mælum við með því að greiða ekki neitt áður en þú hefur séð húsnæðið. Gott er að finna tímabundna íbúð á meðan þú leitar t.d. er hægt að leigja íbúð á Costa Verde í einn mánuð í senn.

Vinsæl svæði meðal nemenda eru:

  • Pacific Beach
  • Mission Beach
  • University Town Center
  • La Jolla - skemmtilegt svæði fyrir eldri nemendur eða nemendur með fjölskyldur.

Hafðu samband við sérfræðingur okkar í námi erlendis sem veitir þér nánari upplýsingar. 

Háskólasvæði University of California, San Diego

University og California, San Diego hefur þrjú háskólasvæði: University City Center, La Jolla og Mission Valley. 

Lífið á háskólasvæðinu

Háskólasvæðin hafa öll frábæra námsaðstöðu ásamt því að þar finnur þú skemmtilega veitingastaði, bari, verslanir, tónleika- og leikhús og já það er stutt í ströndina. 

Walking between classes at UCSD

Þegar þú stunda nám við University of California, San Diego átt þú líklega eftir að eignast vini alls staðar að úr heiminum í gegnum skemmtilega viðburði og skemmtanir á vegum skólans.

International students kayaking at UCSD

Að auki færð þú fjölda tækifæra til að taka þátt í fjölbreyttum íþróttum t.d. körfubolta, sund, frjálsar íþróttir og golf. University of California, San Diego er heimstöð "The Tritons", en það er nafnið á öllum íþróttaliðum háskólans. 

UCSD Tritons mascot at Student Center East

Samgöngur frá UCSD í miðbæ San Diego

Almenningssamgöngur í San Diego eru þægilegar, ódýrara og ganga allan sólarhringinn. University of California, San Diego er staðsettur í um 20 km fjarlægt frá miðbæ San Diego og San Diego International flugvellinum.

UC San Diego skutluþjónustan (aðeins á aðalháskólasvæðinu). Yfir skólaárið (ekki á sumrin) gengur skutluþjónusta um háskóalsvæðið alla virka daga

Vilt þú nánari upplýsingar um University of California - San Diego?
Hafðu samband!
Hafa samband