Dubai

Emirates Academy campusinn
 

Nám í Dubai

Dubai, furstadæmi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum, hefur oft verið kallað "Perla Persaflóans", sem er auðvelt að skilja því þegar maður heimsækir þessa paradís. Hvítar strendur, túrkísblátt vatn, lúxushótel og frábærar verslanir. Ef þú ert að íhuga feril í ferðamálum þá er Dubai frábær valkostur. Dubai hefur vaxið hvað hraðast í heimi sem áfangastaður ferðamanna og einstakur staður til að búa, upplifa og stúdera á sama tíma.

Nám fyrir þig?

Dubai er næst stærsta furstadæmið en einnig það vinsælasta. Sameinuðu Arabísku Furstadæmin er á meðal ríkustu landa heims, með gríðarlega olíuframleiðslu og túristasvæði sem hafa þróast á ótrúlegum hraða. Það er reiknað með að Furstadæmin eigi eftir að fjölga ferðamönnum úr 5 milljónum í 15 milljónir fyrir 2015 sem gerir svæðið afar eftirsóknarvert fyrir nemendur í ferðaþjónustu þar sem þú færð túrismann beint í æð.

Í Dubai er mikið útval veitingahúsa og þar geta allir fundið eitthvað fyrir sinn smekk. Verðin eru misjöfn, þú getur farið á ódýran veitingastað eða á rándýran, allt eftir því hvað hentar þér. Í Dubai er alltaf mikið að gerast bæði í menningu, lífi og leik. Hér má nefna sandsurfing og windsurfing, hestbak á ströndinni, sigling og köfun! Þú getur einnig spilað golf allan ársins hring á stórkostlegum golfvöllum í Dubai og nágrenni.

Dubai er einnig þekkt fyrir frábærar verslunargötur sem bjóða uppá allt frá hefðbundnum "souks" (mörkuðum) til stærstu verslunamiðstöðva í heimi. Ofan á þetta allt þá hefur Dubai verið tilnefnt af Interpol sem einn öruggasti ferðamannastaður heims, fjögur ár í röð. 

Dubai er fallegur, öruggur og athyglisverður staður til að lifa og stunda nám í. KILROY education er fulltrúi Emirates Academy of Hopsitality Management í Dubai. Þekkt fyrir framúrskarandi kennsluaðferðir býður skólinn uppá afar verðmætan og samkeppnishæfan bakgrunn fyrir alþjóðlegan frama innan ferðaþjónstu. Dubai vex afar hratt sem ferðamannastaður og hefur hafið uppbyggingu á 100 hótelum svo nóg af atvinnumöguleikum eru til staðar eftir námslok.

Almennar Staðreyndir

Efnahagur:  Þrátt fyrir það sem þú hefur kannski heyrt, þá er aðeins 3% af hagkerfi Dubai sem reiðir sig á olíuna. Fjármálaþjónusta, verslun og ferðaþjónusta eru þau svið sem hala mest inn fyrir hagkerfi landsins.

Lífsstíll:  Dubai er fjölmenningarlegur staður með breitt úrval þjóðerna. Spennandi og ólíkir menningarheimar blandast hér saman. Fjölbreytni er mikil í matargerð og íbúar Dubai eru almennt afar alúðlegir og frjálslyndir.

Tungumál:  Opinbert tungumál er arabíska, þó er enska mjög útbreidd. Það er einnig algengt að heyra Hindi og Urdu á götum Dubai.

Gjaldeyrir:  United Arab Emirates Dirhams, AED - 1 Dirham = u.þ.b 35 krónur íslenskar

Tímabelti:  Dubai er 4 tímum á undan Íslandi.

Lýðfræði:  Í Dubai búa u.þ.b 1,5 milljónir og þar af eru 75% karlmenn. Borgin Dubai er samsett af afar fjölmenningarlegu samfélagi, aðeins 5% eru heimamenn og restin eru aðfluttir frá öllum heimshlutum.

Stjórnarfar:  Emir Dubais (ríkisstjóri) heitir Mohammed bin Rashid Al Maktoum, betra þekktur sem Sheik Mohammed. Hann hefur stjórnað síðustu 4 ár. Hann er einnig forsætisráðherra og forstöðumaður Sameinuðu Arabísku Furstadæmanna.

Loftslag:  Loftslagið í Dubai er heittemprað sem þýðir að það er heitt í veðri og sólríkt flesta daga ársins. Yfir veturinn er meðalhiti um 25°C á á daginn, nær sjávarsíðunni er hann 12-15°C. Í eyðimörkinni eða í fjöllunum er hitinn 5°C, og frekar kalt um næturnar. Sumur í Dubai eru afar heit og rök, og getur hitastig farið allt uppí 40 gráður. Sjálfur sjávarhitinn getur náð 37°C, með um 90% loftraka.

Vilt þú nánari upplýsingar um Dubai?
Hafðu samband!
Hafa samband