Emirates Academy

Kennsla við Emirates Academy
 

Nám í Emirates Academy

The Emirates Academy of Hospitality Management opnaði dyrnar í fyrsta skipti fyrir námsmenn árið 2001.

Emirates Academy býður upp á 25% skólastyrk fyrir íslenska nemendur.

Síðan þá hefur akademían fylgst með mörgum afar efnilegum nemendum standa sig framúrskarandi vel í störfum í þjónustugeiranum, vítt og breitt um heiminn. Akademían er hluti af hinum farsæla hópi Jumeirah sem eru eigendur hins heimsfræga lúxushótels Burj Al Arab. Ef þú ert að leita að öflugu og samkeppnishæfu námi í þessum geira skaltu íhuga Akademíuna alvarlega. 

Nám fyrir þig?

Emirates Academy er þekktur fyrir framúrskarandi kennslu og býður þér uppá verðmætt og samkeppnishæft nám fyrir alþjóðlegan starfsframa innan ferðamálageirans.

Dubai er einnig sá ferðamannastaður sem vex hvað hraðast í heiminum, og fleira en 100 hótel eru í uppbyggingu eða í pípunum. Það þýðir, fullt af atvinnumöguleikum fyrir þig eftir námslok!

Orðspor

Akademían er í samtökum með Ecole hôtelière de Lausanne (EHL) í Sviss sem er elsti og virtasti hótelrekstrarskóli í heimi og þessi samtök tryggja gæði. Einnig er Akademían viðurkennd af menntamálaráðuneyti Sameinuðu arabísku furstadæmana, Institute of Hospitality í Bretlandi og THE-ICE (The International Centre of Excellence in Tourism and Hospitality Education) í Ástralíu. Þessar viðurkenningar hjálpa ennfrekar nemum Akademíunar að fá vinnu eftir útskrift.

The Emirates Academy of Hospitality Management býður upp á spennandi starfsframa fyrir útskriftarnema sýna og vill verða hótelstjórnunarskóli númer eitt í heiminum.

Nám

International Hospitality Management.

Heimasíða háskólans

www.emiratesacademy.edu

Vilt þú nánari upplýsingar um Emirates Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband