Emirates Academy

Námsmannalífið í Dubai

Dubai er eitt af hinum sjö Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Staðsett í Persaflóa er það næststærsta furstadæmið en alveg klárlega það vinsælasta. Furstadæmin eru eitt af ríkustu löndum heims, með massívar olíulindir og túristasvæðin þróast með ótrúlegum hraða. Það er áætlað að heimsóknir til Dubai mun aukast úr 5 milljónum til 15 milljóna fyrir 2015 sem gerir staðinn fullkominn fyrir þá sem vilja stunda nám í hótel- og veitingarekstri og þannig fá túrismann beint í æð!

Í Dubai er mikið útval veitingahúsa og bara, hér geta allir fundið eitthvað fyrir sinn smekk. Verið eru misjöfn, þú getur farið á ódýran veitingastað eða á rándýran, allt eftir því hvað hentar þér. Í Dubai er alltaf mikið að gerast bæði í menningu, lífi og leik. Hér má nefna sandsurfing og windsurfing, hestbak á ströndinni, sigling og köfun! Þú getur einnig spilað golf allan ársins hring á stórkostlegum golfvöllum í Dubai og nágrenni.

Dubai er einnig þekkt fyrir frábærar verslunargötur sem bjóða uppá allt frá hefðbundnum "souks" (mörkuðum) til stærstu verslunamiðstöðva í heimi. Ofan á þetta allt þá hefur Dubai verið tilnefnt af Interpol til öruggustu ferðamannastaða í heimi fjórða árið í röð. 

Fólkið

Dubai er fjölmenningarlegur staður með mikið af þjóðflokkum. Spennandi og ólíkir menningarheimar blandast hér saman. Fjölbreytni er mikil í matargerð og íbúar Dubai eru almennt afar alúðlegir og frjálslyndir.

Loftslagið

Loftslagið í Dubai er heittemprað sem þýðir að það er heitt í veðri og sólríkt flesta daga ársins. Yfir veturinn er meðalhiti um 25°C á á daginn, nær sjávarsíðunni er hann 12-15°C. Í eyðimörkinni eða í fjöllunum er hitinn 5°C, og frekar kalt um næturnar. Sumur í Dubai eru afar heit og rök, og getur hitastig farið allt uppí 40 gráður. Sjálfur sjávarhitinn getur náð 37°C, með um 90% loftraka

Vilt þú nánari upplýsingar um Emirates Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband