Emirates Academy

Stúdentalífið við Emirates Academy

The Emirates Academy of Hospitality Management er staðsettur rétt hjá ströndinni og Burj Al Arab. Hér hafa nemendur auðveldan aðgang að viðskiptahluta Dubai og alla nýju túrista- og frístundaafþreyingu þessarar líflegu borgar. Frá háskólasvæðinu tekur um það bil 25 mínútur með bíl til alþjóðaflugvallarins, Dubai International airport.

Háskólasvæðið samanstendur af tveimur byggingum, í annarri eiga flestir þróunarkúrsarnir sér stað, í hinni eru flestu bóklegu kúrsarnir. Umfram þessar byggingar er veitingastaður og eldhús þar sem nemendur æfa sig í hinum verklegu fögum.

Aðstaðan

Nemendur hafa aðgang að eftirfarandi aðstöðu á háskólasvæðinu:
· Körfubolta- og blakvelli
· Kaffihús
· Club hús
· Veitingastaður
· Kjörbúð
· Líkamsræktarstöð
· Þróunarmiðstöð
· Sundlaug
· Tennisvelli

Húsnæðið

Nemendur geta búið í einstaklingsíbúðum á háskólasvæðinu með eldunaraðstöðu og opnu baðherbergi. Leigan innifelur loftræstingu, rafmagn, internet, rúmföt og handklæði). Verð per nótt er 125 AED (uþb. 4.500 ISK).

Nemendur hafa einnig aðgang að (með afslætti) þolfimitímum hjá nærliggjandi hóteli (Jumeirah Hotel).

Vilt þú nánari upplýsingar um Emirates Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband