Emirates Academy

Nám í Emirates Academy

Áhugasömum er ráðlagt að sækja um í síðasta lagi 6 mánuðum fyrir námsupphaf. Auk stúdentseinkunna (eða sambærilegt nám) og útfyllta umsóknareyðublaðsins þurfa nemendur einnig að skila inn t.d. persónulegu bréfi sem gefur upp hvata nemandans til að sækja um í skólann. Bréfið þarf að vera 300 - 400 orð.

Staðreyndir:

 • Fjöldi nemenda: u.þ.b 400 (70% eru alþjóðlegir nemendur)
 • Yfir 55 þjóðerni, þar af 55 % konur og 45% karlmenn
 • Skólaárið: Haustmisseri; september - febrúar, Vormisseri; mars - júlí.

Námsgjöld 2012-2013

 • Skiptinám/nám til styttri tíma kostar u.þ.b 24.908 AED / trimester (5 fög / 15 units). Ef valin eru 3 fög / 9 units, þá u.þ.b 14.000 AED.
 • Grunnnám u.þ.b 24.908 AED / trimester
 • Framhaldsnám u.þ.b 89.900 AED / fyrir allt námið (1 ár)

Námsgráður

 • Associate of Science in International Hospitality Operations, 2,5 ár.
 • Bachelor of Science in International Hospitality Management, 4 ár.
 • Möguleiki á verknámi og möguleiki á að taka eitt ár við hinn virta hótelskóla Ecóle hoteliere de Lausanne í Sviss.
 • Master of Science in International Hospitality Management, 1 ár.
 • Study Abroad nám, 1 - 2 misseri.

Hvernig er námið metið?

Nemendur eru metnir útfrá 3 mælikvörðum: 

 • Einkunnum og námslínu.
 • Tungumálakunnáttu.
 • Einkenni, kunnáttu, þekkingu og hvöt til þess að stunda nám í þessum bransa.

Vegabréfsáritun

Akademían útvegar þér vegabréfsáritun fyrir íbúa sem kostar 2.000 AED.

Inntökuskilyrði

Áhugasömum er ráðlagt að sækja um í síðasta lagi 6 mánuðum fyrir námsupphaf. Auk stúdentseinkunna (eða sambærilegt nám) og útfyllta umsóknareyðublaðsins þurfa nemendur einnig að skila inn:

 • Persónulegt bréf sem gefur upp hvata nemandans til að sækja um skólann. Bréfið þarf að vera 300 - 400 orð.
 • Meðmæli frá kennara.
 • Virka sjúkratryggingu (medical certificate).
 • 6 nýjar passamyndir.

Hvernig sæki ég um?

Þú getur haft samband við KILROY education ef þú hefur áhuga á að kynna þér námið frekar. KILROY education getur svarað spurningum þínum, hjálpað þér við umsóknina og öll praktísk atriði.

Umsóknareyðublað

Vinsamlegast hafðu samband við KILROY education

Vilt þú nánari upplýsingar um Emirates Academy?
Hafðu samband!
Hafa samband