Dubai

Gagnlegar upplýsingar um nám í Dubai

Frá Kaupmannahöfn til Dubai eru regluleg flug. Á almennu farrými er sú regla að þú getur haft 20 kíló meðferðis í innritaðan farangur. KILROY travels bjóða uppá ódýra flugmiða fyrir nemendur.

Vegabréfsáritun

Emirates Academy of Hospitality Management býður nemendum sínum vegabréfsáritun fyrir íbúa (resident visa) fyrir 2000 AED (sirka 60.000 ISK).

Heilsa

Í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er kranavatnið drykkjarhæft.

Þegar ferðast er til Dubai og stoppað í 6 mánuði eða lengur er ráðlagt að verja sig gegn eftirfarandi sjúkdómum:

  • Barnaveiki
  • Berklaveiki
  • Lifrarbólgu A
  • Lifrarbólgu B
  • Hundaæði
  • Stífkrampa
  • Taugaveiki

Sjá nánar um bólusetningar vegna ferðalaga á heimasíðunni doktor.is.

Ferðir

Frá Kaupmannahöfn til Dubai eru regluleg flug. Á almennu farrými er sú regla að þú getur haft 20 kíló meðferðis í innritaðan farangur. KILROY travels bjóða uppá ódýra flugmiða fyrir nemendur. Sjá travels.kilroy.is/ fyrir frekari upplýsingar.

Stúdentaíbúðir

Nemendur geta búið á háskólasvæðinu í einstaklingsíbúðum með eldunaraðstöðu og opnu baðherbergi. Innifalið í húsaleigunni er loftkæling, rafmagn, internet, rúmföt og handklæði. Verð per nótt er 125 AED (uþb. 4.500 ISK).

Nemendur geta einnig fengið afslátt í þolfimitíma í hinu nærliggjandi hóteli Jumeirah. Frá háskólasvæðinu tekur 20 mínútur að keyra inní miðborg Dubai og 25 mínútur til alþjóðaflugvallar Dubai.

Vilt þú nánari upplýsingar um Dubai?
Hafðu samband!
Hafa samband