England

 

Nám í Englandi

Í Englandi fer hefð og nýsköpun saman, sérstaklega þegar kemur að menntun. Hinir fjölmörgu og virtu háskólar Englands hafa um aldirnar verið í fremstu röð innan akademíska samfélagsins og margar borgir Englands eru taldar meðal þeirra nútímavæddustu í Evrópu. Þar er að finna mikla og skemmtilega fjölmenningu og ættur allir að geta upplifað eitthvað nýtt.

England hefur einnig að geyma áhugaverða sögu og sterkar hefðir. Þar er mikið um fótbolta, pöbba-menningu, eftirmiðdags te, lítil þorp, frábært landslag, fallegar borgir og vingjarnlegt fólk sem mun krydda tilveru þína og veita þér ógleymanleg ævintýri.

Af hverju að fara í háskóla á Englandi?

Ásamt því að bjóða upp á nokkra af virtustu háskólum heims er menningin mjög fjölbreytt. Á Englandi, og þá sérstaklega í London, má heyra mörg mismunandi tungumál úti á götum borgarinnar og ættu allir að finna afþreyingu eins og mismunandi íþróttir, tónleika, listasýningar, markaði og fleira við sitt hæfi. London er eins og lítil útgáfa af heiminum!

Hvar á Englandi get ég stundað háskólanám?

Bournemouth University
Coventry University
London Metropolitan University
The University of the West of England

Almennar staðreyndir um England

Íbúafjöldi: U.þ.b. 61 milljón (2008)
Höfuðborg: London
Stærstu borgir: London, Birmingham, Leeds, Sheffield, Manchester
Tungumál: Enska
Gjaldmiðill: Sterlingspund (£)

Vilt þú nánari upplýsingar um England?
Hafðu samband!
Hafa samband