BIMM Institute

 

BIMM Institute

Fyrir tónlistarmenn skiptir staðsetningin oft gríðarlega miklu máli. BIMM Institute er staðsettur í hjarta London þar sem tónlistarsenan blómstrar. Stærsti hluti tónlistariðnaðarins í Englandi er staðsettur í London og átt þú eftir að finna þar fjölda tækifæra.

Hvort sem það eru á fyrirlestrar, vinna í stúdíói eða tónleikar þá leggur BIMM mikla áherslu á að veita nemendum sínum öll þau tækifæri sem þeir þurfa til að ná markmiðum sínum í gegnum tengsl og raunveruleg verkefni innan tónlistariðnaðarins í London.

9 góðar ástæður fyrir því að stunda nám við BIMM Institue

 

1. Fjölþjóðlegt umhverfi: BIMM London hefur um 1650 nemendur frá yfir 50 löndum

2. Tengslamyndun: Í tónlistariðnaðinum skiptir miklu máli að mynda góð tengsl þar sem samstarf með öðrum er stór partur af starfinu hvort sem það er með vinum, hljómsveitarmeðlimum, útgefendum eða samstarfsaðilum. Mikilvægt er því að byggja upp gott tenglsanet innan tónlistariðnaðarins.

3. Albúm BIMM: Skólin gefur út nýtt albúm árlega en það samanstendur af 10 - 15 bestu lögum nemenda skólans. Þar fá nemendur tækifæri til að koma lögum sínum á framfæri ásamt því að upplifa ferlið í kringum það að taka upp og útsetja lag.

4. Starfsráðgjöf: Sem nemandi við BIMM færð þú tækifæri til að tengjast iðnaðinum í gegnum bæði raunveruleg verkefni sem og starfsnám. Að auki koma þekktir gestakennarar í skólann en nýlega hafa t.d. Robert Trujilo (Metalica), Nick Mason (Pink Floyd) og Ed O’Brien (Radiohead) haldið námskeið við skólann. 

Bimm London - The Marshall Room

5. Raunveruleg reynsla: Sem nemandi við BIMM færð þú tækifæri til að vinna að viðburðum sem haldnir eru Bretlandi sem og annarsstaðar í Evrópu. Árið 2015 aðstoðuðu 1100 BIMM nemendur við að skipuleggja, halda og koma fram á fjölda mismunandi tónlistarviðburðum bæði í Bretland og annarsstaðar í Evrópu.

6. „Song Circles” veitir verðandi texta- og lagahöfunum tækifæri til að kynna lögin sín fyrir samnemendum, tónlistarunnendum og tónlistarmönnum og öðrum starfsmönnum innan tónlistariðnararins.

7. 77% af útskrifuðum nemendum hefja störf innan við 6 mánuði eftir að námi lýkur.

8. Á meðal nemenda sam hafa útskrifast frá BIMM eru James Bay, The Kooks, Izzy Bizu, Ed Drewitt (lagahöfundur fyrir One Direction, Olly Murs, Little Mix), Jordan Whitmore (A&R Atlantic Records) og Natasha Bent (Coda Music Agency - Take That, Disclosure, The Prodigy, Jess Glynne, Bastille, Ellie Goulding og Imagine Dragons).

Hvernig getum við aðstoðað þig?

Sérfræðingur okkar í námi erlendis veitir þér fría ráðgjöf og aðstoð við umsóknarferlið. Hann er til staðar fyrir þig, frá þinni fyrstu spurningu og þar til að námi lýkur. Að auki getur hann veitt þér nánari upplýsingar um skólagjöld og áætlaðan framfærslukostnað. 

Nánari upplýsingar um BIMM Institute finnur þú með því að:

Vilt þú nánari upplýsingar um BIMM Institute?
Hafðu samband!
Hafa samband