BIMM Institute

Upplifðu einstök námsár í London

Líf tónlistarnámsmanna í London

Londin er ein af stærstu tónlistarborgum heims. Hún er frábær áfangastaður ef þig langar að uppgötva nýjar hljómsveitir, stækka tengslanetið innan tónlistargeirans sem og að tengjast útgáfufyritækjum og umboðsskrifstofum.

Námsmannalífið í BIMM Institute

London er miðstöð tónlistar, bæði innan Bretlands sem og alþjóðlega. London er fjölmenningarleg borg sem býður upp á skapandi umhverfi og fjölda tækifæra fyrir listamenn. Að auki við að hafa nokkur af stærstu útgáfufyrirtækjum og frábæra tónlistarviðburði hefur borgin einnig líflegan „underground” tónlistarvettvang og fjölda bara þar sem þú getur kynnst mismunandi tónlistarstefnum.

Hver tónlistarstíll, bæði sem hefur verið og á eftir að verða til, á sinn stað í London. Allt frá jazz á Soho Ronnie Scott til Indie í Camden og popp stjarna í tónleikahúsum borgarinnar. Þú finnur fjölbreytta tónlistarviðburði um alla London sem þú getur farið að hlakka til að kanna.

Big Ben in London

Að ferðast um London?

London er stórborg sem auðvelt er að ferðast um og hefur þú nokkra mismunandi möguleika.

  • Neðanjarðarlestir: Það eru 11 mismunandi neðanjarðarlínur í London. Flestar eru starfrækar frá kl. 05.00 til kl. 00:30 en nokkrar ganga allan sólarhringinn.
  • Strætó: Ódýr og auðveld leið til að ferðast um London. Strætóarnir ganga vanalega frá kl. 05:00 til kl. 00:30 en einnig eru næturstrætóar sem ganga frá miðnætti til kl. 05.00.
  • Lestin: Lestin gengur til úthverfa London og er hún starfræk frá um kl. 05.00 til miðnættis frá mánudögum til laugardaga og frá um kl. 07.00 til miðnættis á sunnudögum.
  • Santander hjólin: Í London finnur þú einnig um 10.000 hjól á 700 stöðum sem þú getur leigt fyrir styttri ferðir.
Vilt þú nánari upplýsingar um BIMM Institute?
Hafðu samband!
Hafa samband