BIMM Institute

Námsmannahúsnæði í London

Námsmannahúsnæði í London

Langar þig að stunda nám við BIMM Institute en ert ekki viss um húsnæðismöguleika þína? Ekki hafa áhyggjur! Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar ásamt því að sérfræðingur okkar í námi erlendis getur veittir þér nánari ráðgjöf og upplýsingar um námsmannalífið í London.

Námsmannahúsnæði í London

BIMM Institute hefur ekki námsmannaíbúðir á háskólasvæði sínu. Sem nemandi við BIMM finnur þú húsnæði sjálf(ur) en til að gera leit þína auðveldari hefur BIMM sett saman svokallaðan Accommodation Advice Pack þar sem þú finnur nánari upplýsingar um húsnæðismöguleika þína í London. 

BIMM aðstoðar þig þá einnig við að finna meðleigjanda með því að veita þér upplýsingar um leitarsíður sem og að tengja þig við húsnæðisleitar síðu BIMM á Facebook (BIMM London Accommodation).

Að auki geta nemendur skólans haft samband við [email protected]  eftir að umsókn þeirra er samþykkt og fengið þar persónulega aðstoð í húsnæðisleit sinni.

Námsmannalífið í BIMM Institute

Lokasýning nemenda við BIMM Institute í London - KILROY

Allir nemendur BIMM Institute hafa mikla ástriðu fyrir tónlist og hvort sem þú stundar nám í framkomu, tónlistarútgáfu, laga- og textasmíð eða viðburðastjórnun þá er mikil áhersla lögð á skapandi umhverfi og að nemendur fái tækifæri til að sýna hæfileika sína bæði í raunverulegum verkefnum sem og að byggja upp sterkt tengslanet innan iðnaðarins.

BIMM Institute hefur hágæða aðstöðu þar sem þú finnur öll helstu tæki og þann hugbúnað sem starfað er með innan tónlistargeirans í dag. 

Háskólasvæði BIMM Institute er staðsett í Fulham, við hliðin á Universal  Music útgáfufyrirtækinu.

Vilt þú nánari upplýsingar um BIMM Institute?
Hafðu samband!
Hafa samband