Bournemouth University

BU
 

Bournemouth University

Bournemouth University býður upp á hágæða nám í einstöku umhverfi. Háskólinn hefur frábæran árangur hvað varðar atvinnumöguleika eftir útskrift og hefur hann komið einna best út í þeim efnum í Bretlandi. Hér fyrir neðan finnur þú nánari upplýsingar um skólann, námið og námsmannalífið.

8 ástæður fyrir því að þú ættir að stunda nám í Bournemouth University

 • Fjölmiðlafræðinámið þeirra er eitt það besta í Evrópu þar sem þú getur stundað nám í Media Production, Journalism & Communication, Computer Animation og Corporate & Marketing Communications.
 • 93,3% af útskrifuðum nemendum eru annað hvort komnir með fasta vinnu eða skráðir í framhaldsnám sex mánuðum eftir útskrift.
 • Skólinn hefur um 2.000 alþjóðlega nemendur frá um 120 löndum.
 • Allt grunnnám býður upp á þann möguleika að þú getir tekið starfsnám sem hluta af náminu.
 • Mastersnemar í viðskiptafræði, ferðamálafræði, tölvufræði og tækninámi hafa tækifæri til að sækja um launað starfsnám við skólann, í 29 fögum, í allt að 12 mánuði.
 • Bournemouth University hefur eitt stærsta safn, í Englandi, af e-journals og e-books.
 • Þú finnur yfir 100 mismunandi félög og klúbba.
 • Háskólinn leggur mikla áherslu á sjálfbærni og líffræðilegan fjölbreytileika. Stefna skólans er að huga vel að gróðri og dýralífi í kringum skólann.

Nám í Bournemouth University - KILROY

Einstakt orðspor!

 • Háskólinn er á meðal 500 bestu háskóla heims samkvæmt Times Higher Education World University Rankings (2015/16). 
 • Bournemouth University fór frá því að vera númer 71, árið 2015, yfir í að vera númer 63, árið 2015, yfir bestu háskóla í Englandi samkvæmt Guardian University Guide 2016
 • Háskólinn hýsir National Center for Computer Animation (NCCA) en sú miðstöð er þekkt fyrir hágæða kennslu og rannsóknir í computer animation og visual graphics. NCCA er á meðal topp 10 í animation og digital effects í heiminum samkvæmt 3D World Magazine árið 2015.

Hvað get ég lært í Bournemouth University?

Háskólinn hefur gríðarlegt magn af námsgreinum bæði í grunn- og meistaranámi. Vinsælustu greinarnar eru fjölmiðlafræði, hönnun, kvikmyndagerð, ferðamálafræði, hagfræði og markaðsfræði.

Hvað kostar að stunda nám í Bournemouth University?

Kostnaðurinn getur verið mjög breytilegur en hann fer t.d. eftir því hvað þú ætlar að læra og hvar þú vilt búa. Hins vegar ólíkt öðrum háskólum í Englandi þá munu skólagjöldin þín ekki hækka á milli ára.

Bókaðu fund með sérfræðingi okkar í námi erlendis sem veitir þér fría ráðgjöf, nánari upplýsingar varðandi kostnað og aðstoð við umsóknarferlið. 

Einstök ströndin í Bournemouth - KILROY

Skemmtilegar staðreyndir um Bournemouth University

 • 1.224 skólastyrkri veittir árið 2014/2015 eða yfir 2.2 milljónir punda.
 • Útskrifaðir nemendur úr kvikmyndadeild skólans hafa unnið að stórkvikmyndum á borð við Lord of the Rings, Gladiator, Star Wars, Madagascar, King Kong, Gravity og Interstellar.
 • 2.700 eru fjöldi klukkustunda sem nemendur við háskólann gáfu í sjálfboðastörf árið 2014.

Hvernig getur KILROY aðstoðað mig?

Hjá okkur færð þú fría ráðgjöf frá þinni fyrstu spurningu og þar til þú klárar námið. Að auki aðstoðar sérfræðingur okkar í námi erlendis þig við umsóknarferlið - allt þér að kostnaðarlausu. Ekki hika lengur og bókaðu fund með ráðgjafa okkar!

Vilt þú nánari upplýsingar um Bournemouth University?
Hafðu samband!
Hafa samband