Bournemouth University

Bournemouth

Námsmannalífið í Bournemouth

Bournemouth er heillandi bær þar sem þú finnur fallega strönd, milt veðurfar og skemmtilega bari og kaffihús og ekki skemmir fyrir að hann er staðsettur á þurrasta og heitasta svæði Englands!

Námsmannalífið í Bournemouth

Bournemouth er lítill bær innan Englands, með rétt yfir 160.000 íbúa, sem einkennist af afslöppuðu andrúmslofti, þægilegu loftslagi og einstakri strandlengju. Þar finnur þú ýmsa skemmtilega afþreyingarmöguleika eins og surf og siglingar ásamt frábæru næturlífi. Miðbærinn í Bournemouth er skipt niður í tvær aðalgötur þar sem þú finnur frábær kaffihús og veitingastaði. Og ef þig langar að skreppa til London þá tekur það þig ekki nema tvo tíma að ferðast þangað! Hoppaðu upp í lestina og upplifað stórborgarlífið.

Nám í Bournemouth - KILROY

Ströndin við Bournemouth

Hvort sem þig langar að fara í sólbað, synda í sjónum, ganga eftir strandgötunni, slaka á undir sólhlíf, borða góðan mat eða njóta þess að fylgjast með mannlífinu og útsýnisins þá getur þú gert það á ströndinni í Bournemouth. Einnig tilvalið að skella sér þangað með skólabækurnar! 

3 fríar afþreyingar í Bournemouth

  • Garðar: Í Bournemouth finnur þú um 2000 hektara af frábærum görðum. Hægt er að skipta þeim í þrjú svæði eða Lower Gardens við ströndina, Central Gardens í bænum og síðan Upper Gardens.
  • Hjólreiðar: Elskar þú brattar brekkur? Eða að hjóla hratt á malarvegi? Eða einfaldlega að hjóla á jafnsléttu með vinum? Þú finnur alla möguleikana í Bournemouth.
  • Ströndin: Velkomin á 11 km strandlengju! 

Bournemouth Eye - KILROY

Námsmannaafslættir í Englandi

Sparaðu á dvöl þinni í Englandi með ISIC. Með ISIC kortinu getur þú nálgast fjölda fríðinda um allt England sem og heiminn. Náðu í ISIC appið þér að kostnaðarlausu og nýttu þér alla þessa frábæru afslætti. Nánari upplýsingar um ISIC kortið!

Veðurfar í Bournemouth

Loftslagið í Bournemouth er temprað og er þetta þurrasti og heitasti staður Englands með flesta sólríka daga á ári.

Leigðu bíl í Englandi

Á meðan á dvöl þinni stendur verður þú að kanna landið. Þú getur leigt bíl og skellt þér í skemmtilega helgarferð. Hafðu samband varðandi nánari upplýsingar og aðstoð við að leigja bíl í Englandi.

Vilt þú nánari upplýsingar um Bournemouth University?
Hafðu samband!
Hafa samband