Bournemouth University

Húsnæði í Bournemouth

Háskólasvæðin í Bournemouth bjóða upp á frábæra aðstöðu fyrir nemendur skólans. Þar finnur þú flott bókasafn, tölvuver, margmiðlunarstofu, kaffihús og lærdómsrými. Stefna Bournemouth University er að veita hágæða kennslu í frábæru umhverfi.

Námsmannahúsnæði í Bournemouth

Að finna stað til að búa á, sem lætur þér líða sem þú sért heima, er mikilvægt þegar þú ert að stunda nám erlendis. Sem alþjóðlegur nemandi við Bournemouth University hefur þú marga möguleika, bæði í Bournemouth eða nálægum bæjum eins og Poole. Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis varðandi nánari upplýsingar. 

Háskólasvæðin

Bournemouth University er með tvö háskólasvæði. Talbot háskólasvæðið er staðsett í um 3 km frá miðbænum og Lansdowne háskólasvæðið, staðsett í miðbænum. Sum fög eru þó kennd í Wiltshire College, Salisbury, sem eru í um 50 mínútur frá Bournemouth.

Bournemouth - campusbuilding

Lífið á háskólasvæðinu

Bæði loftslagið og umhverfið í Bournemouth gerir lífið á háskólasvæðinu einstaklega skemmtilegt. SportBU býður upp á afþreyingu fyrir alla. Frá því að vera með líkamsræktarkort í að vera í íþróttafélagi - þá finnur þú líklega eitthvað við þitt hæfi! 

Ef þú ert ekki fyrir íþróttir þá eru einnig aðrir möguleikar. Námsmannafélagið, SUBU, er með mikið úrval af klúbbum og félögum. Taktu þátt - það er frábær leið til þess að kynnast skólafélögunum. SUBU er einnig ábyrgt fyrir því að reka Dylan’s Kitchen & Bar á Talbot háskólasvæðinu sem og The Old Fire Station nightclub á Lansdowne Campus.

Samgöngur

Strætisvagnar ganga yfirleitt á 15 mínútna fresti frá miðbæ Bournemouth.

Vilt þú nánari upplýsingar um Bournemouth University?
Hafðu samband!
Hafa samband