London Metropolitan University

Námsmannalífið í London

Þegar þú stundar nám í London Metropolitan University getur þú einnig upplifað hina líflegu borg - London. Nýttu tækifærið þegar þú ert ekki að læra eða á fyrirlestrum og upplifðu blómlegt næturlíf, fallegu garðana, ódýran mat í Brixton, lifandi tónlist í Camden og öll söfnin, galleríin og leikhúsin í London.

Með yfir 8 milljónir íbúa gerir London að stærstu borg Bretlands. Það eru yfir 300 tungumál töluð innan London en borgin er mjög fjölþjóðleg og laðar til sín fólk frá öllum heimshornum.

Hvað á ég að gera í London?

Í London finnur þú fjögur kennileiti sem eru á heimsminjaskrá ásamt fjölda annarra minnismerkja og menningarstaða. Þér á ekki eftir að leiðast í London!

Farðu í menningarlega ferð í Bermondsey hverfið. Þegar þú ert orðin/n þreytt/ur á að skoða listagalleríin og söfnin þá er tilvalið að stoppa við á The Woolpack pub. Mundu að happy hour er oftast á milli 18:00 og 19:00 þar sem þú færð tvo kokteila á verði eins.

Ef þú ert ekki lofthrædd/ur þá ættir þú að skrá þig í morgun jóga tíma ofan á gler stígnum á Tower brúinn. Þar munt þú upplifa einstakt útsýni á meðan þú hugleiðir. Frábær leið til að byrja daginn!

Verslar þú vintage föt? Þá er East London himnaríkið þitt. Í kringum Brick Lane finnur þú margar töff verslanir sem selja notuð föt og ef þú ert á London Met Holloway svæðinu þá mælum við með því að þú kíkir við á markaðinn í Revive.

Þegar kvöldið nálgast ættir þú að fara í Pecham. Byrjaðu kvöldið á Bar Story og þaðan getur þú farið á Bussey Building - opið þar til 05:00/06:00 um morguninn. Getur síðan endað á því að fá þér morgunmat á Rye Lane áður en þú ferð að sofa.

Daginn eftir er svo tilvalið að hrista af sér slenið og fara út að hlaupa í Heampstead Heath. Á heitum sumardögum getur þú einnig kælt þig í tjörninni. 

Tower brúin í London

Hvernig er félagslífið í skólanum?

Í London Metrapolitan University finnur þú marga möguleika til að kynnast skólafélögunum. Þú getur tekið þátt í nemendaráðum eða byrjað að æfa nýja íþrótt. Hvar sem þinn áhugi liggur munt þú finna félag/klúbb sem passar við þinn áhuga og um leið veitt þér aukin tækifæri út á atvinnumarkaðinum. 

10 hlutir sem þú getur gert ókeypis í London

 • Lista gallerí: Tate Modern og Tate Britain eru frábær gallerí sem hafa nokkur af fallegustu verkum heims. Önnur stór gallerí eru National Portrait Gallery og the National Gallery á Trafalgar torginu. Mundu að mörg stóru galleríin eru opin frameftir.
 • Söfn: Öll helstu söfnin í London eru með ókeypis aðgangur en hins vegar geta ákveðnar sýningar verið með aðgangsgjald. Á Museum of London getur þú fræðst um sögu borgarinn frá tímum rómverja til dagsins í dag. 
 • Garðar: Stoppaðu við í Queew Marys Rose Gardens í Regend´s Park og mælum við einnig með því að þú heimsækir St. James garðinn en þar færð þú magnað útsýni yfir Buckingham höllina. Hyde Park og Kensington garðarnir (staðsettir hlið við hlið) eru gríðarlega vinsælir en þar finnur þú einnig hið fræga Diana Memorial Playground og Peter Pan styttuna.
 • Konunglegu verðirnir: Þú mátt ekki miss af því að horfa á The London Queen´s verðina fyrir utan Bukingham höllina - og alls ekki miss af því að sjá skiptin. Það fer fram á hverjum degi klukkan 11:30 á sumrin og annan hvern dag kl 11:30 yfir veturinn. Farðu þangað snemma og upplifðu þetta frábæra augnablik. 
 • South Bank: Það er ótrúlegt hversu mörg fræg kennileiti eru meðfram South Bank en þar á meðal er London Eye og Tate Mordern.
 • Tafalgar torgið: Þetta torg var byggt í kringum 1830 og er eitt af frægasta kennileiti Londons. Við torgið eru einnig frægar byggingar sem þú verður að sjá eins og  Nelson´s Column og the National Gallery. 
 • Götulistamenn: Á hverju kvöldi finnur þú marga og skemmtilega götulistamenn á the West Piazza á Covent Garden markaðinum. Þar eru oft magnaðar sýningar en allir listamennirnir hafa þurft að fara í gegnum áheyrnarprufu til að fá leyfi til að sýna þar. Um helgar finnur þú einnig frábæra götulistamenn meðfram South Bank - sérstaklega fyrir utan the National Theatre.
 • Markaðir: London er vel þekkt fyrir alla sína frábæru markaði. Vinsælastir eru Camden og Portobello markaðirnir. Einnig mælum við með því að þú stoppir við á Greenwich markaðinum.

Námsmannaafslættir í London With an ISIC you get access to student benefits and discounts

Með ISIC kortinu getur þú nýtt þér margskonar afslætti og fríðindi í London. Sparaðu peninga í skoðunarferðinni, skemmtigarðinum, á safninu, veitingastaðnum og öðrum stöðum. Hér eru nokkrir staðir sem þú getur sparað á:

 1. Tower of London: 3 pund af aðgangsgjaldi
 2. Tower Bridge:  3 pund af aðgangsgjaldi
 3. Shakespeare Globe Theatre: 3 pounds af aðgangsgjaldi
 4. Gatwick & Stansted flugvallar skutlur: 20% afsláttur
 5. Tate Modern: Allt að 30% afsláttur

Náðu í ISIC fríðinda appið og byrjaðu að spara! Pantaðu ISIC kortið hér!

Loftslag

London er eins og restin af Bretlandi með árstíðabundið loftslag. Hæsti meðalhiti er í júlí, um 24 °C  og lægsti meðalhiti í febrúar, um 2.4°C.

Vilt þú nánari upplýsingar um London Metropolitan University?
Hafðu samband!
Hafa samband