London Metropolitan University

Húsnæði í London

London Metropolitan University er með þrjú háskólasvæði: Aldgate í Austur-London, Moorgate í miðbænum og Holloway í Norður-London.

Námsmannaíbúðir í London

London Met. er ekki með sína eigin stúdentagarða. Hins vegar skilur húsnæðisdeild skólans vel að það getur reynst alþjóðlegum nemendum erfitt að finna húsnæði og því veitir deildin nemendum góðan stuðning og aðstoð við að finna viðeigandi húsnæði. Hér finnur þú frekari upplýsingar varðandi húsnæði í London: www.londonmet.ac.uk/accommodation

Háskólasvæðin

London Met er með 3 háskólasvæði: Algate í Austur-London, Moorgate í miðbænum og Halloway í Norður-London.

Aldgate svæðið

Á Aldgate svæðinu eru almennt lista-, arkitektúr-, fjölmiðla- og hönnunarnámskeiðin kennd. Aldgate er aðeins í örfáar mínútur frá Brick Lane sem iðar af lífi og er heimili fjölmarga indverskra veitingastaða, retró fataverslanna og sölumarkaða. 

Moorgate svæðið

Moorgate svæðið er staðsett í hjarta borgarinnar og hýsir það viðskiptafræðideildina. Umhverfið í kringum skólann er fullt af skýjakljúfum og jakkafataklæddu fólki. 

Holloway svæðið

Vísinda-, tölvunar-, félags- og hugvísindadeildirnar eru kenndar á Holloway svæðinu. Skólabyggingarnar eru staðsettar við hliðina á Emirates vellinum sem er heimavöllur Arsenal.

Thames áin í London

Hvernig er aðstaða nemenda í skólanum?

Nemendur í London Met. hafa aðgang að fjölbreyttri aðstöðu til að læra sem og góðu bókasafni. Aðbúnaðurinn í skólanum er uppfærður reglulega til að nemendur vinni með þann aðbúnað sem er í gangi út í atvinnulífinu hverju sinni. Það sést best innan vísindadeildarinnar sem er hreint út sagt stórglæsileg.

Hvernig er best að ferðast til og frá London Met

  • Aldgate (Austur-London): Staðsett í nokkurra mínútna göngufæri frá Aldgate og Aldgate East metró stöðvunum en þangað ganga Circle, Metropolitan, District og Hammersmith og City línurnar. Einnig eru lestarstöðvarnar Liverpool Street og Fenchurch Street í göngufæri.
  • Holloway (Norður-London): London Metropolitan Univeristy bygginging í Holloway er staðsett beint á móti Halloway Road metró stöðinni en þar finnur þú Piccadilly línuna. Skólinn er einnig nálægt Highbury & Islington stöðvunum.
  • Moorgate (miðbænum): Er staðsett í nokkurra mínútna göngufæri frá Moorgate metró stöðinni. Þangað ganga Circle, Metropolitan, Northern, Hammersmith & City línurnar. Einnig er Liverpool Street lestarstöðin í stuttu göngufæri. 
Vilt þú nánari upplýsingar um London Metropolitan University?
Hafðu samband!
Hafa samband