London Metropolitan University

Námið í London Metropolitan University

London Metropolitan University býður upp á mjög fjölbreytt grunn- og framhaldsnám. Akademískar deildir skólans eru eftirfarandi: Viðskipta- og lögfræðideild (School of Business & Law), tölvunarfræði- og digital media deild (School of Computing and Digital Media), félags- og hugvísindadeild (School of Human Sciences, School of Social Profesions, School of Social Sciences) og The Sir John Cass School of Art.

Hvaða nám get ég stundað?

Í London Metropolitan University getur þú sótt um að stunda:

 • Eina eða tvær annir / Skiptinám
  London Metropolitan University býður upp á marga möguleika fyrir alþjólega nemendur sem vilja fara skiptinám í London. Kennsluskráin er útbúin þannig að hún passar við almanak flesta háskóla.
 • Diploma/Certificate
  Diplómanám er vanalega tveggja anna nám og finnur þú fjölbreytta möguleika i London Metropolitan University innan t.d. viðskiptafræði, raunvísinda og lögfræði.
 • Grunnnám (BA /BS nám)
  Grunnnám er þriggja ára nám sem skiptist niður í viðeigandi skyldufög og valfög sem þú getur valið eftir eigin áhuga.
 • Meistaranám (MA/MS nám)
  Hvort sem þú ert að skoða það að breyta um starfsvettvang, auka við núverandi kunnáttu eða einfaldlega láta drauma þína rætast þá er London Metropolitan University skólinn fyrir þig. 
 • Ph.d.
  Sem doktorsnemi við London Metropolitan University færð þú hágæða rannsóknaraðstöðu og aðgang að öllum fögum sem gætu aðstoðað við rannsókn þína. Að auki færð þú frábæran stuðning frá umsjónarmanni þínum og öðrum starfsmönnum skólans.

Hafðu samband við sérfræðing okkar í námi erlendis og fáðu aðstoð við að finna þitt drauma nám og upplýsingar um umsóknarferlið. 

Stundaðu draumanámið í London Metropolitan University

Hvenær hefst námið?

Inntaka er tvisvar á ári - ein í september og ein í janúar. Við mælum með því að þú hefjir umsóknarferlið um leið og þú hefur ákveðið að stunda nám í London Metropolitan University.

Hér fyrir neðan finnur þú upplýsingar um þær námsgreinar sem eru í boði. Einnig getur þú haft samband við ráðgjafa okkar sem aðstoðar þig við að finna draumanámið þitt!

Vilt þú nánari upplýsingar um London Metropolitan University?
Hafðu samband!
Hafa samband