Japan

Fjármögnun til Náms í Japan

Þú verður að borga skólagjöld í háskóla í Japan. Einnig þarf að huga að húsnæði, uppihaldi, flugkostnaði, tryggingum og vegabréfsáritun. Hér finnur þú upplýsingar um kostnað og hvernig þú getur fjármagnað nám í Japan.

Skólagjöld

Skólagjöld í Japan eru á bilinu 1.4 milljónir til 2 milljónir á ári. En það fer mikið eftir því hvaða háskóla og nám þú velur þér.

Húsnæði og Framfærsla

Í viðbót við skólagjöldin kemur uppihald og húsnæði, þ.e gjöld fyirr húsnæði, mat, fatnað, bækur, skemmtun, ferðalög, síma osfrv. Þessi kostnaður er að sjálfsögðu breytilegur hvað varðar þínar þarfir og hvar þú býrð. Hinsvegar má búast við 1.5-2 milljónum á ári.

Stuðningur frá Lánasjóði Íslenskra Námsmanna (LÍN)

Þú getur sótt um lán hjá LÍN, bæði fyrir skólagjöldum og framfærslu. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu LÍN. Einnig getur sérfræðingur KILROY sagt þér frá því hvernig þetta virkar.

Styrkir

Þú getur sótt um námsstyrk hjá háskólum í Japan og einnig hjá einkaaðilum. Einnig er gott að hafa það í huga að sendiráð Japans hér á Íslandi gefur út styrki á hverju ári.

Vinna með námi í Japan

Þú getur unnið 28 tíma á viku meðfram námi ef þú ert á nemendavegabréfsáritun í Japan. Þessar upplýsingar eru samt best fengnar frá sendiráði Japans til staðfestingar þar sem þessar reglur gætu breyst.

Lesa meira um fjármögnun náms.

Vilt þú nánari upplýsingar um Japan?
Hafðu samband!
Hafa samband