Japan

Útskriftarnemendur í Japan

Að stunda nám í Japan

Menntakerfið í Japan 

Það eru um 730 háskólar í Japan og árið 2005 voru meira en 7,8 milljón skráðir nemendur. Eftir menntaskóla þá halda um 80% af þeim nemendum sem útskrifast áfram á háskólastig. Menntunarstig Japans er eitt það hæsta sem gerist í OECD ríkjunum. Bachelor gráða (grunnnám) í Japan eru 4 ár. Á framhaldsstigi eru gráðurnar yfirleitt 1-2 ár.

Kennslualmanak 

Flestir japanskir háskólar hafa tvískipt annakerfi. Annirnar eru því skiptar frá apríl til lok júlí og september til lok febrúar. Háskólar hafa yfirleitt engan sérstakan umsóknarfrest, en þú þarft að hafa nægan tíma til að sækja um því umsóknarferlið getur tekið allt að sex mánuði, því til viðbótar er svo umsókn um vegabréfsáritun.
Vilt þú nánari upplýsingar um Japan?
Hafðu samband!
Hafa samband