Ritsumeikan APU

Háskólasvæði APU
 

Ritsumeikan Asian Pacific University

Nám við Ritsumeikan Asian Pacific University (APU) mun vera mikil upplifun út frá því venjulega. Þú færð víðan alþjóðlegan skilning, tengslanet sem teygir sig út um allan heim og fá einstaka sýn inn í japanska menningu, tungumál og samfélag.

Hvaða nám getur þú stundað hjá Ritsumeikan APU?

Ritsumeikan er með bæði grunnnám og framhaldssnám í Viðskiptafræði og Félagsvísindum. Það er semsagt hægt að sækja um BS í viðskiptafræði eða bachelornám í félagsfræði. Á meistarastigi býður Ritsumeikan APU upp á MBA nám. Einnig er hægt að taka hluta af náminu í öðrum háskólum utan Japans.

Tungumál

Ritsumeikan APU er eini háskólinn í Japan sem býður upp á grunnnám á ensku og japönsku. Það er því ekki þörf á að kunna neitt í japönsku áður en hafið er nám í skólanum. Meistaranámið er kennt á ensku.

Afhverju að læra í Ritsumeikan APU?

APU er alþjóðlegur háskóli, þar sem nánast helmingur námsmanna eru alþjóðlegir nemendur sem koma frá hinum og þessum löndum í heiminum. Staðsetning skólans er í Beppu og veitir þessi staður þér einstaka sýn inn í menningu Japana. Háskólinn er einnig vel í stakk búin að kenna erlendum nemum japönsku og eru nemendur hvattir til þess að læra sem mest. Kennsla fer fram bæði í stórum og litlum fyrirlestrum. APU er með góð tengsl við atvinnulífið og hægt er yfirleitt auðvelt að fá atvinnu að námi loknu.

Styrkir: APU veitir erlendum nemendum styrki allt frá 30-100% lækkun á skólagjöldum.

Staðreyndir:

Fjöldi nemenda: 5700 (2011)
Fjöldi erlendra nemenda: 2500 (2011)
Kennslualmanak: 1. önn er í apríl og 2. önn byrjar í september
Skólagjöld: Nám til styttri tíma (1-2 annir) frá 650.000¥ á önn (2012)
BS gráða 660.000¥ á önn (2012)
Meistarar 700.000¥ á önn (2012)

Heimasíða Háskólans: Ritsumeikan APU.

Ef þú ert með spurningar hafðu samband við sérfræðing KILROY
Vilt þú nánari upplýsingar um Ritsumeikan APU?
Hafðu samband!
Hafa samband