Ritsumeikan APU

APU AP House

Háskólasvæðið í APU

Háskólasvæðið liggur í talsverðri hæð og er gott útsýni yfir Beppu. Það tekur sirka 30 mínútur að komast á háskólasvæðið með rútu frá miðbæ Beppu.

APU er alþjóðlegur háskóli, þar sem nánast helmingur nemenda eru alþjóðlegir nemendur. Umhverfi skólans býður upp á gott félagslíf og hægt er að fá úthlutað herbergi á campus.

Aðstaða

Á háskólasvæðinu finnur þú bókasagn, bókabúð, verslanir, íþróttasal og tvö mötuneyti. Það er einnig mjög gott aðgengi að tölvuaðstöðu. Ennfremur eru margir klúbbar og íþróttir sem þú getur tekið þátt í.

Samgöngur

Það er rúta sem fer fram og til baka frá miðbæ Beppu á háskólasvæðið og tekur hver ferð um 30 mínútur.

Húsnæði

Ritsumeikan vilja að sýnir nemendur eigi heima fyrsta árið á háskólasvæðinu í svokölluðum AP House. Ástæðan fyrir þessu eru sú að þeir vilja að nemendur komi sér fljótt inn í félagslegt umhverfi þar sem þeir geta vaxið og dafnað ásamt náminu sínu. Þú getur sótt um sérherbergi eða íbúð sem þú deilir með öðrum nemendum. Ef þú deilir herbergi með öðrum er reynt að setja þig alltaf með japönskum nemenda, sem gerir þér kleift að æfa japönskuna. Öll herbergin eru internet tengd og þú deilir eldhúsi og sturtu með öðrum nemendum.

Það er síðan alveg vel hægt að finna sér íbúð utan háskólasvæðisins, þar sem það ætti ekki að vera erfitt að finna íbúð eða herbergi hjá einkaaðilum.

Vilt þú nánari upplýsingar um Ritsumeikan APU?
Hafðu samband!
Hafa samband